Umfjöllun: Akureyri í úrslitin Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 18. apríl 2011 20:07 Bjarni Fritzson og félagar spila til úrslita. Fréttablaðið/Sævar Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur. Liðin voru jöfn nánast allan hálfleikinn. Báðir markmenn vörðu vel og liðin gerðu sín mistök í spennunni á Akureyri. Leikurinn var þó nokkuð vel spilaður. Atli Ævar opnaði vel fyrir Ólaf Bjarka og félaga fyrir utan í sókn HK. Liðið skoraði þó mörk í öllum regnbogans litum. Það munaði um minna að Guðlaugur Arnarsson spilaði ekki með Akureyri í kvöld. Skarð hans í vörninni er vandfyllt en þó leysti Akureyri það með ágætum. Sókn Akureyrar var nokkuð góð líka, Guðmundur Hólmar skoraði mikið framan af og liðið fékk sín hraðaupphlaup. Munaði um minna að Sveinbjörn fann sig vel lengst af. Staðan í hálfleik var 14-14. Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleiknum. Markvarslan datt niður en að sama skapi urðu mistökin fleiri. HK leitaði mikið að Atla Ævari sem gerði mjög vel í leiknum. Akureyri komst tveimur mörkum yfir en náði ekki að hrista HK-inga af sér. Liðin skiptust á að skora allt til loka. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddi Akureyri 23-21. Sama staða hélst þar til rúmar sjö mínútur lifðu leiks að Guðmundur Hólmar kom Akureyri í þriggja marka forystu, 24-21. Akureyri breytti einnig um vörn og tók Ólaf Bjarka nánast alveg úr leik. Fyrir vikið varð sókn HK mjög hæg og Daníel Berg og félagar áttu í erfiðleikum með að bera hana uppi. Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 25-22 og sókn HK í mesta basli. Ólafur Bjarki klikkaði á víti þegar Stefán Guðnason gerði sig breiðan í markinu og fjórar mínútur eftir. HK minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir, 25-23. Akureyri skoraði eftir frábærlega útfært hornkast frá Oddi á Daníel en HK minnkaði strax muninn. Ein mínúta eftir og munurinn tvö mörk. Akureyri tók leikhlé 51 sekúndu fyrir leikslok og skipulagði hvernig það ætlaði að halda boltanum. Oddur skoraði frábært mark en Daníel Berg svaraði strax. En Akureyri kláraði leikinn og Atli Hilmarsson hljóp sem óður væri um alla Höll. Vel af sér verki staðið hjá honum og Akureyri sem átti sigurinn skilinn. Oddur var frábær hjá Akureyri og Sveinbjörn góður en Ólafur bar af hjá HK. Guðmundur Hólmar var frábær fyrir Akureyri og þrátt fyrir að henda boltanum nokkrum sinnum útaf var Heimir Örn drjúgur á mikilvægum augnablikum.Akureyri - HK 28 - 25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Akureyri spilar til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta eftir sigur á HK í frábærum leik norðan heiða í kvöld. Akureyri vann leikinn 28-25 eftir æsispennandi og skemmtilegan leik. Fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur. Liðin voru jöfn nánast allan hálfleikinn. Báðir markmenn vörðu vel og liðin gerðu sín mistök í spennunni á Akureyri. Leikurinn var þó nokkuð vel spilaður. Atli Ævar opnaði vel fyrir Ólaf Bjarka og félaga fyrir utan í sókn HK. Liðið skoraði þó mörk í öllum regnbogans litum. Það munaði um minna að Guðlaugur Arnarsson spilaði ekki með Akureyri í kvöld. Skarð hans í vörninni er vandfyllt en þó leysti Akureyri það með ágætum. Sókn Akureyrar var nokkuð góð líka, Guðmundur Hólmar skoraði mikið framan af og liðið fékk sín hraðaupphlaup. Munaði um minna að Sveinbjörn fann sig vel lengst af. Staðan í hálfleik var 14-14. Sama spennan hélt áfram í seinni hálfleiknum. Markvarslan datt niður en að sama skapi urðu mistökin fleiri. HK leitaði mikið að Atla Ævari sem gerði mjög vel í leiknum. Akureyri komst tveimur mörkum yfir en náði ekki að hrista HK-inga af sér. Liðin skiptust á að skora allt til loka. Þegar tíu mínútur voru eftir leiddi Akureyri 23-21. Sama staða hélst þar til rúmar sjö mínútur lifðu leiks að Guðmundur Hólmar kom Akureyri í þriggja marka forystu, 24-21. Akureyri breytti einnig um vörn og tók Ólaf Bjarka nánast alveg úr leik. Fyrir vikið varð sókn HK mjög hæg og Daníel Berg og félagar áttu í erfiðleikum með að bera hana uppi. Fimm mínútum fyrir leikslok var staðan 25-22 og sókn HK í mesta basli. Ólafur Bjarki klikkaði á víti þegar Stefán Guðnason gerði sig breiðan í markinu og fjórar mínútur eftir. HK minnkaði muninn þegar tvær mínútur voru eftir, 25-23. Akureyri skoraði eftir frábærlega útfært hornkast frá Oddi á Daníel en HK minnkaði strax muninn. Ein mínúta eftir og munurinn tvö mörk. Akureyri tók leikhlé 51 sekúndu fyrir leikslok og skipulagði hvernig það ætlaði að halda boltanum. Oddur skoraði frábært mark en Daníel Berg svaraði strax. En Akureyri kláraði leikinn og Atli Hilmarsson hljóp sem óður væri um alla Höll. Vel af sér verki staðið hjá honum og Akureyri sem átti sigurinn skilinn. Oddur var frábær hjá Akureyri og Sveinbjörn góður en Ólafur bar af hjá HK. Guðmundur Hólmar var frábær fyrir Akureyri og þrátt fyrir að henda boltanum nokkrum sinnum útaf var Heimir Örn drjúgur á mikilvægum augnablikum.Akureyri - HK 28 - 25 (14-14) Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (17), Bjarni Fritzson 6/2 (9), Oddur Gretarsson 5/1 (5), Daníel Einarsson 3 (3), Heimir Örn Árnason 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (44) 45%, Stefán U. Guðnason 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 10 (Guðmundur 3, Hreinn 2, Heimir 2, Daníel, Oddur, Bjarni). Fiskuð víti: 3 (Bjarni, Hörður, Guðmundur). Utan vallar: 4 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 12/5 (19/6), Bjarki Már Elísson 3 (4/1), Leo Snær Pétursson 3 (6), Atli Backmann 2 (6), Sigurjón Björnsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5), Atli Ævar Ingólfsson 1 (5), Vilhelm G. Bergsveinsson 2 (8).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 11 (34) 32%), Andreas Aðalsteinsson 4 (9) 44%. Hraðaupphlaup: 1 (Bjarki). Fiskuð víti: 6 (Atli 4, Leo, Daníel). Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira