Mögnuð ræða borgarstjórans: Varaliturinn gerði þau mennsk á ný 3. apríl 2011 13:36 Jón Gnarr flutti magnaða ræðu fyrir tískuvita. Mynd Arnþór Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF). Vísir greindi meðal annars frá því í morgun að setningaræðan hans hefði beinlínis skelft gesti tískuhátíðarinnar en það var Bleikt.is sem greindi fyrst frá málinu. Ræðuna má finna á vefsvæði Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, yfirleitt kallaður Dr. Gunni. Í ræðunni rekur Jón hreint út sagt magnað sögu sem breski hermaðurinn Mervin Willett Gonin skrifaði í dagbók sína árið 1945 eftir að hversveit hans kom í útrýmingarbúðirnar Bergen-Belsen í Norðvestur Þýskalandi. Lýsingin er hryllileg en sveitin var sú fyrsta sem kom í útrýmingarbúðirnar. Þannig lýsir mervin því sem fyrir augum bar og það er óhætt að segja að lýsingarnar eru beinlínis sláandi. Mervin segir svo í dagbókarfærslunni að fyrir furðulegan misskilning hafi borist farmur af varalit í stað eðlilegra hjálpargagna frá Rauða krossinum. Mervin segir að hermennirnir hafi verið undrandi, enda alls ekki það sem þeir báðu um. En svo varð sú einstaka þróun að sögn Mervins, að fangarnir báru á sig varalitinn, og í raun fyrst þá upplifað sig sem einstaklinga eftir martraðakennda vist í útrýmingabúðum. Mervin segir að varaliturinn hafi gert þau mennsk á ný. Loksins gátu þau hugað að útliti sínu eins og manneskjur. Ræða Jóns, sem er óhætt að segja að sé hreint út sagt mögnuð, má lesa í heild sinni á vefsíðu Dr. Gunna. Þess má geta að Jón var sjálfur með varalit þegar hann flutti ræðuna, sem var misvel tekið af gestum og vakti jafnvel hneykslan. Fyrir þá sem vilja kynna sér hryllilega sögu útrýmingabúðanna geta nálgast upplýsingar hér. RFF Tengdar fréttir Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF). Vísir greindi meðal annars frá því í morgun að setningaræðan hans hefði beinlínis skelft gesti tískuhátíðarinnar en það var Bleikt.is sem greindi fyrst frá málinu. Ræðuna má finna á vefsvæði Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, yfirleitt kallaður Dr. Gunni. Í ræðunni rekur Jón hreint út sagt magnað sögu sem breski hermaðurinn Mervin Willett Gonin skrifaði í dagbók sína árið 1945 eftir að hversveit hans kom í útrýmingarbúðirnar Bergen-Belsen í Norðvestur Þýskalandi. Lýsingin er hryllileg en sveitin var sú fyrsta sem kom í útrýmingarbúðirnar. Þannig lýsir mervin því sem fyrir augum bar og það er óhætt að segja að lýsingarnar eru beinlínis sláandi. Mervin segir svo í dagbókarfærslunni að fyrir furðulegan misskilning hafi borist farmur af varalit í stað eðlilegra hjálpargagna frá Rauða krossinum. Mervin segir að hermennirnir hafi verið undrandi, enda alls ekki það sem þeir báðu um. En svo varð sú einstaka þróun að sögn Mervins, að fangarnir báru á sig varalitinn, og í raun fyrst þá upplifað sig sem einstaklinga eftir martraðakennda vist í útrýmingabúðum. Mervin segir að varaliturinn hafi gert þau mennsk á ný. Loksins gátu þau hugað að útliti sínu eins og manneskjur. Ræða Jóns, sem er óhætt að segja að sé hreint út sagt mögnuð, má lesa í heild sinni á vefsíðu Dr. Gunna. Þess má geta að Jón var sjálfur með varalit þegar hann flutti ræðuna, sem var misvel tekið af gestum og vakti jafnvel hneykslan. Fyrir þá sem vilja kynna sér hryllilega sögu útrýmingabúðanna geta nálgast upplýsingar hér.
RFF Tengdar fréttir Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53