Wayne Rooney tryggði Manchester United sigur á Brúnni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2011 17:57 Mynd/AP Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Carlo Ancelotti tefldi fram þeim Didier Drogba og Fernando Torres í framlínunni hjá Chelsea í kvöld en markaþurrð spænska landsliðsmannins heldur áfram. Torres hefur nú spilað í 617 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora. Ancelotti leyfði Torres að klára leikinn en tók hinsvegar Drogba útaf fyrir Nicolas Anelka á 70. mínútu. Manchester United tók völdin á miðjunni í upphafi leiks þar sem þeir Michael Carrick og Ryan Giggs áttu mjög góðan leik. Það gerðist samt lítið á síðasta sóknarþriðjungnum á fyrstu tuttugu mínútunum. Wayne Rooney kom United í 1-0 á 24. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs. Giggs tók meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði með innanfótarspyrnu í fjærhornið. Chelsea sótti aðeins í sig veðrið eftir mark Rooney en besta færi Chelsea-liðsins í hálfleiknum kom þó ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar þeir áttu hreinlega að jafna metin. Didier Drogba átti skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna en Patrice Evra tókst að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Undir lokin vildi Ramires fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra felldi hann augljóslega í teignum en ekkert var dæmt og þar hafði United-liðið heppnina með sér. Skömmu síðar reyndi Fernando Torres að fiska víti en hlaut bara gult spjald fyrir. Í kjölfarið ætlaði allt að sjóða upp úr en engin rauð spjöld fóru á loft. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Carlo Ancelotti tefldi fram þeim Didier Drogba og Fernando Torres í framlínunni hjá Chelsea í kvöld en markaþurrð spænska landsliðsmannins heldur áfram. Torres hefur nú spilað í 617 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora. Ancelotti leyfði Torres að klára leikinn en tók hinsvegar Drogba útaf fyrir Nicolas Anelka á 70. mínútu. Manchester United tók völdin á miðjunni í upphafi leiks þar sem þeir Michael Carrick og Ryan Giggs áttu mjög góðan leik. Það gerðist samt lítið á síðasta sóknarþriðjungnum á fyrstu tuttugu mínútunum. Wayne Rooney kom United í 1-0 á 24. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs. Giggs tók meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði með innanfótarspyrnu í fjærhornið. Chelsea sótti aðeins í sig veðrið eftir mark Rooney en besta færi Chelsea-liðsins í hálfleiknum kom þó ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar þeir áttu hreinlega að jafna metin. Didier Drogba átti skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna en Patrice Evra tókst að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Undir lokin vildi Ramires fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra felldi hann augljóslega í teignum en ekkert var dæmt og þar hafði United-liðið heppnina með sér. Skömmu síðar reyndi Fernando Torres að fiska víti en hlaut bara gult spjald fyrir. Í kjölfarið ætlaði allt að sjóða upp úr en engin rauð spjöld fóru á loft.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira