Spænska liðið Villarreal og portúgölsku liðin Benfica og Porto eru í góðum málum eftir fyrri leikina í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en þau fóru illa með hollenska og rússneska mótherja sína í kvöld.
Villarreal vann 5-1 sigur á Twente Enschede, Benfica vann 4-1 sigur á PSV Eindhoven og Porto vann 5-1 sigur á Spartak Moskvu. Dynamo Kiev og Sporting Braga gerðu síðan 1-1 jafntefli í Úkraínu í fjórða og síðasta leiknum.
Dynamo Kiev sló einmitt Manchester City út í 16 liða úrslitunum og Sporting Braga sló út Liverpool.
Porto-menn skoruðu fjögur marka sinna á síðustu 25 mínútunum í leiknum.
Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni:Porto-Spartak Moskva 5-1
1-0 Falcao (37.), 2-0 Silvestre Varela (65.), 3-0 Maicon (70.), 3-1 Kirill Kombarov (71.), 4-1 Falcao (84.), 5-1 Falcao (90.)
Benfica-PSV Eindhoven 4-1
1-0 Pablo Aimar (37.), 2-0 Eduardo Salvio (45.), 3-0 Eduardo Salvio (51.), 3-1 Zakaria Labyad (80.), 4-1 Javier Saviola (90.).
Villarreal-Twente Enschede 5-1
1-0 Carlos Marchena (23.), 2-0 Borja Valero (43.), 3-0 Nilmar (45.), 4-0 Giuseppe Rossi (55.), 5-0 Nilmar (80.), 5-1 Marc Janko (90.)
Dynamo Kiev-Sporting Braga 1-1
1-0 Andriy Yarmolenko (6.), 1-1 sjálfsmark (14.)
Evrópudeildin: Stórsigrar hjá Villarreal, Porto og Benfica
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
