ASÍ: Lánshæfið hefur skaðast vegna Icesave 31. mars 2011 11:25 Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. Þetta kemur fram í greinargerð hagdeildar ASÍ í nýjasta fréttabréfi samtakanna. Fréttabréfið er eingöngu helgað Icesave málinu að þessi sinni. Það var matsfyrirtækið Fitch Ratings sem lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans. Moody´s hefur sagt hreint út að það muni setja Ísland í ruslflokk hjá sér ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Í greinargerðinni segir að Icesave deilan hefur því bæði áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á bæði við um möguleika okkar og kostnað við að taka ný lán til fjárfestinga en einnig varðandi endurfjármögnun á eldri lánum. Ljóst er að mjög erfiðlega hefur gengið að fá erlend lán til landsins. Þau lánsloforð sem fengist hafa eru í sumum tilfellum beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist eða eru til fyrirtækja sem að mestu starfa erlendis. Á endurfjármögnun eldri lána reynir þegar á þessu ári. Afborganir og vextir af erlendum lánum nema umtalsverðum fjárhæðum. Töf á lausn Icesave deilunnar mun einnig hafa áhrif á afléttingu gjaldeyrishaftanna. Slík töf hefur frekari neikvæð áhrif á möguleika okkar til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í hér á landi því að á meðan gjaldeyrishöftin eru við líði þá eru takmörk á því að þeir geti tekið eignir sínar til sín í erlendri mynt. Hagdeild ASÍ hefur reynt að leggja mat á það hvaða fjárhæðum það skilaði ef tækist að auka fjárfestingar og fá þannig hjól efnahags- og atvinnulífsins til að snúast hraðar. Til mikils er að vinna því að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 milljarða. Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd myndi það hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi, hagvöxtur myndi aukast sem skilað gæti auknum verðmætum sem nema um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. Ljóst er að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort að okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum. Icesave Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Lánshæfi Íslands hefur skaðast vegna dráttar á lausn Icesave deilunnar. Þannig lækkaði lánshæfismat ríkissjóðs í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave lögunum staðfestingar í ársbyrjun 2010. Alþjóðleg matsfyrirtæki telja að leið Íslands út úr efnahagsvandanum sé torveldari á meðan Icesave deilan er óleyst. Þessi afstaða hefur komið fram í lánshæfismati þeirra á Íslandi. Þetta kemur fram í greinargerð hagdeildar ASÍ í nýjasta fréttabréfi samtakanna. Fréttabréfið er eingöngu helgað Icesave málinu að þessi sinni. Það var matsfyrirtækið Fitch Ratings sem lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk í kjölfar ákvörðunar forsetans. Moody´s hefur sagt hreint út að það muni setja Ísland í ruslflokk hjá sér ef Icesave verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í næsta mánuði. Í greinargerðinni segir að Icesave deilan hefur því bæði áhrif á möguleika Íslands til að fá lán á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og einnig á vaxtakjör á þeim lánum sem kunna að fást. Þetta á bæði við um möguleika okkar og kostnað við að taka ný lán til fjárfestinga en einnig varðandi endurfjármögnun á eldri lánum. Ljóst er að mjög erfiðlega hefur gengið að fá erlend lán til landsins. Þau lánsloforð sem fengist hafa eru í sumum tilfellum beint eða óbeint háð því skilyrði að Icesave deilan leysist eða eru til fyrirtækja sem að mestu starfa erlendis. Á endurfjármögnun eldri lána reynir þegar á þessu ári. Afborganir og vextir af erlendum lánum nema umtalsverðum fjárhæðum. Töf á lausn Icesave deilunnar mun einnig hafa áhrif á afléttingu gjaldeyrishaftanna. Slík töf hefur frekari neikvæð áhrif á möguleika okkar til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í hér á landi því að á meðan gjaldeyrishöftin eru við líði þá eru takmörk á því að þeir geti tekið eignir sínar til sín í erlendri mynt. Hagdeild ASÍ hefur reynt að leggja mat á það hvaða fjárhæðum það skilaði ef tækist að auka fjárfestingar og fá þannig hjól efnahags- og atvinnulífsins til að snúast hraðar. Til mikils er að vinna því að hvert prósentustig í hagvexti gefur árlega 15 milljarða. Takist að hrinda þeim fjárfestingaráformum sem nú er unnið að á vettvangi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í framkvæmd myndi það hafa mjög jákvæð áhrif á atvinnu- og efnahagslífið. Draga myndi úr atvinnuleysi, hagvöxtur myndi aukast sem skilað gæti auknum verðmætum sem nema um 120 milljörðum fyrir þjóðfélagið í heild á næstu þremur árum. Ljóst er að stór hluti þessara fjárfestinga ráðast af því hvort að okkur takist að tryggja okkur lánsfé á erlendum mörkuðum.
Icesave Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira