Logi: Viljum fylla húsið af FH-ingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 13:30 Logi Geirsson fagnar sigri í leik gegn Haukum í haust. Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Logi á við meiðsli að stríða og spilar því ekki í kvöld. Hann hefur því einbeitt kröftum sínum í að skapa leiknum í kvöld öfluga umgjörð. Kaplakriki tekur þrjú þúsund áhorfendur og segir Logi að stefnt sé að því að fá FH-inga til að fylla húsið. „Við ætlum að sjá hvort að það séu ekki nógu mikið af FH-ingum í Hafnarfirði til að fylla báðar stúkurnar í húsinu,“ sagði Logi í samtali við Vísi. „Það er heilmikil dagskrá í kringum leikinn og ætlum við að mæta snemma. Ef Haukarnir koma of seint verður einfaldlega ekki pláss fyrir þá,“ sagði hann sposkur. „FH er komið í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan 2003 og það er allt að verða vitlaust í bænum. Það sýður á mönnum. Ég vona að FH-ingum takist að fylla Kaplakrika í fyrsta sinn. Það verður gaman að sjá hvort að það takist.“ FH varð í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og rétt missti því af sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar unnu sinn leik í lokaumferðinni en þar sem að Akureyri vann Hauka á sama tíma skutust þeir upp fyrir FH og komust þannig í úrslitakeppnina. „Þetta gleymist seint, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi en FH-ingar standa nú vel að vígi í deildinni. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar en Haukar eiga í mikilli baráttu við HK um fjórða sætið og það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. „Við ætlum að vinna þennan leik í dag enda stefnum við að því að vinna alla leiki sem eftir eru,“ sagði Logi. „Það vita allir hvert FH er að stefna núna og hver okkar markmið eru.“ Það hefur einnig verið mikil togstreita á milli liðanna í aðdraganda leiksins en í síðustu viku var fáni FH tekinn niður á Kaplakrika. „Við erum ekki að kenna Haukum um það en það eru ýmsar getgátur á lofti. Kannski er verið að svara fyrir sig,“ sagði Logi og vísaði til þess þegar að merki Hauka á íþróttahúsinu á Ásvöllum brotnaði í fyrra eftir að leikmaður FH sló í það. „Það hefur verið mikill hiti í liðunum og stuðningsmönnum þeirra og ég lofa rosalegri stemningu á vellinum í kvöld.“ Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Logi á við meiðsli að stríða og spilar því ekki í kvöld. Hann hefur því einbeitt kröftum sínum í að skapa leiknum í kvöld öfluga umgjörð. Kaplakriki tekur þrjú þúsund áhorfendur og segir Logi að stefnt sé að því að fá FH-inga til að fylla húsið. „Við ætlum að sjá hvort að það séu ekki nógu mikið af FH-ingum í Hafnarfirði til að fylla báðar stúkurnar í húsinu,“ sagði Logi í samtali við Vísi. „Það er heilmikil dagskrá í kringum leikinn og ætlum við að mæta snemma. Ef Haukarnir koma of seint verður einfaldlega ekki pláss fyrir þá,“ sagði hann sposkur. „FH er komið í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan 2003 og það er allt að verða vitlaust í bænum. Það sýður á mönnum. Ég vona að FH-ingum takist að fylla Kaplakrika í fyrsta sinn. Það verður gaman að sjá hvort að það takist.“ FH varð í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og rétt missti því af sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar unnu sinn leik í lokaumferðinni en þar sem að Akureyri vann Hauka á sama tíma skutust þeir upp fyrir FH og komust þannig í úrslitakeppnina. „Þetta gleymist seint, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi en FH-ingar standa nú vel að vígi í deildinni. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar en Haukar eiga í mikilli baráttu við HK um fjórða sætið og það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. „Við ætlum að vinna þennan leik í dag enda stefnum við að því að vinna alla leiki sem eftir eru,“ sagði Logi. „Það vita allir hvert FH er að stefna núna og hver okkar markmið eru.“ Það hefur einnig verið mikil togstreita á milli liðanna í aðdraganda leiksins en í síðustu viku var fáni FH tekinn niður á Kaplakrika. „Við erum ekki að kenna Haukum um það en það eru ýmsar getgátur á lofti. Kannski er verið að svara fyrir sig,“ sagði Logi og vísaði til þess þegar að merki Hauka á íþróttahúsinu á Ásvöllum brotnaði í fyrra eftir að leikmaður FH sló í það. „Það hefur verið mikill hiti í liðunum og stuðningsmönnum þeirra og ég lofa rosalegri stemningu á vellinum í kvöld.“
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira