Umfjöllun: UMFA í umspil eftir sigur á meisturunum - Selfoss fallið Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 31. mars 2011 20:17 Fréttablaðið/Vilhelm Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Selfoss er því fallið í 1. deildina en UMFA spilar við liðin í 2-4 sæti 1. deildar um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn. Akureyri hvíldi sterka varnarmenn á borð við Guðlaug Arnarsson og Hörð Fannar Sigþórsson og lágvaxin vörnin spilaði 3-2-1 í upphafi leiks. Markmennirnir, Sveinbjörn Pétursson og Hafþór Einarsson, voru lengi í gang. Liðin skoruðu af vild og Akureyri var skrefinu á undan. Þegar Hafþór loksins datt í gang varði hann mjög vel og kom Aftureldingu yfir. Hann má bölva sóknarleik liðsins sem var afleitur á köflum. Menn hentu boltanum útaf ítrekað, gripu ekki einfaldar sendingar og misstu boltann klaufalega úr höndunum upp úr þurru í hraðaupphlaupum. Staðan var 8-9 í 8 mínútur en Afturelding leiddi svo 11-13 í hálfleik. Halldór Logi var mjög sterkur hjá Akureyri sem leyfði ungum mönnum að spreyta sig en Hafþór bar af í liði Aftureldingar, sem hefði hæglega getað skotist lengra fram úr. Bæði lið héldu áfram að gera mistök í seinni hálfleiknum. Afturelding gerði þó vel í að halda forskoti sínu, það var 2-3 mörk. Hafþór varði áfram vel en sóknir liðanna voru lamaðar. Um miðjan hálfleikinn skorai Akureyri þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn í 16-16. Lítið skorað enda báðir markmenn vel vakandi. Lokamínúturnar voru spennandi en Hafþór sá til þess að Akureyri komst ekki yfir. Afturelding landaði frábærum sigri 21-24. Hafþór Einarsson klárlega maður leiksins en Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri.Akureyri - Afturelding 21 - 24 (11-13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2)Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2)Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Valgeir Ómarsson. Ágætir, full smámunasamir á kostnað hraða leiksins. Olís-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Selfoss er því fallið í 1. deildina en UMFA spilar við liðin í 2-4 sæti 1. deildar um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn. Akureyri hvíldi sterka varnarmenn á borð við Guðlaug Arnarsson og Hörð Fannar Sigþórsson og lágvaxin vörnin spilaði 3-2-1 í upphafi leiks. Markmennirnir, Sveinbjörn Pétursson og Hafþór Einarsson, voru lengi í gang. Liðin skoruðu af vild og Akureyri var skrefinu á undan. Þegar Hafþór loksins datt í gang varði hann mjög vel og kom Aftureldingu yfir. Hann má bölva sóknarleik liðsins sem var afleitur á köflum. Menn hentu boltanum útaf ítrekað, gripu ekki einfaldar sendingar og misstu boltann klaufalega úr höndunum upp úr þurru í hraðaupphlaupum. Staðan var 8-9 í 8 mínútur en Afturelding leiddi svo 11-13 í hálfleik. Halldór Logi var mjög sterkur hjá Akureyri sem leyfði ungum mönnum að spreyta sig en Hafþór bar af í liði Aftureldingar, sem hefði hæglega getað skotist lengra fram úr. Bæði lið héldu áfram að gera mistök í seinni hálfleiknum. Afturelding gerði þó vel í að halda forskoti sínu, það var 2-3 mörk. Hafþór varði áfram vel en sóknir liðanna voru lamaðar. Um miðjan hálfleikinn skorai Akureyri þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn í 16-16. Lítið skorað enda báðir markmenn vel vakandi. Lokamínúturnar voru spennandi en Hafþór sá til þess að Akureyri komst ekki yfir. Afturelding landaði frábærum sigri 21-24. Hafþór Einarsson klárlega maður leiksins en Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri.Akureyri - Afturelding 21 - 24 (11-13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2)Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2)Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Valgeir Ómarsson. Ágætir, full smámunasamir á kostnað hraða leiksins.
Olís-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira