Umfjöllun: Vængbrotið KR-lið jafnaði metin Jón Júlíus Karlsson skrifar 22. mars 2011 20:58 Melissa Jelterna í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík. Heimastúlkur í KR mættu vængbrotnar til leiks og léku án bæði Margrétar Köru Sturludóttir, sem tók úr leikbann, og Chanzy Morris, sem reif liðþófa á dögunum. KR-ingar tefldu hins vegar fram nýjum bandarískum leikmanni, Melissa Ann Jeltema, sem greinilega mætti tilbúin í úrslitakeppnina því hún var besti leikmaður vallarins í kvöld. Það var mikil taugaspenna á fyrstu mínútunum hjá báðum liðum og skoraði Keflavík ekki sín fyrstu stig fyrr en eftir þriggja mínútna leik. Þá skiptu gestirnir úr Keflavík um gír og breyttu stöðunni úr 4-0 yfir í 4-13. KR svaraði hins vegar með frábærum kafla og jafnaði metinn 13-13 áður er fyrsti leikhluti var allur. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. KR-ingar höfðu nauma forystuna framan af en Pálína Gunnlaugsdóttir svaraði fyrir Keflvíkinga með tveimur þristum. Liðin skiptust á að hafa forystuna og staðan í hálfleik, 37-38 fyrir gestina úr Keflavík. Mikill kraftur var í Melissu Jeltema í fyrri hálfleik því hún skoraði alls 19 stig og tók 7 fráköst. Það var stál í stál í þriðja leikhluta því liðin skiptust á að hafa forystuna sem aldrei fór yfir fjögur stig. Nokkuð dró af Jeltema í liði KR sem skoraði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta en liðsfélagar hennar stigu upp. Staðan eftir þriðja leikhluta, 52-51 fyrir heimastúlkur og allt í járnum. KR náði yfirhöndinni í lokaleikhlutanum og munaði þar mesta um góða vörn sem setti sóknarleika Keflvíkinga úr skorðum. KR-ingar sigu fram úr og náðu mest 11 stiga forystu þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar pressuðu KR-ingar hátt upp völlinn á lokamínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 75-64 og mætast liðin í þriðja sinn á föstudag. Jeltema var atkvæðamest í liði KR með 25 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir kom næst með 12 stig. Bryndís Guðmundsdóttir dró vagninn hjá Keflavík með 21 stig og Pálína Guðmundsdóttir skoraði 15 stig. KR-Keflavík 75-64 (37-38)KR: Melissa Ann Jeltema 25/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 12/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 8/8 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst.Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 21/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/7 fráköst, Jacquline Adamshick 12/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marina Caran 7. Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík. Heimastúlkur í KR mættu vængbrotnar til leiks og léku án bæði Margrétar Köru Sturludóttir, sem tók úr leikbann, og Chanzy Morris, sem reif liðþófa á dögunum. KR-ingar tefldu hins vegar fram nýjum bandarískum leikmanni, Melissa Ann Jeltema, sem greinilega mætti tilbúin í úrslitakeppnina því hún var besti leikmaður vallarins í kvöld. Það var mikil taugaspenna á fyrstu mínútunum hjá báðum liðum og skoraði Keflavík ekki sín fyrstu stig fyrr en eftir þriggja mínútna leik. Þá skiptu gestirnir úr Keflavík um gír og breyttu stöðunni úr 4-0 yfir í 4-13. KR svaraði hins vegar með frábærum kafla og jafnaði metinn 13-13 áður er fyrsti leikhluti var allur. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. KR-ingar höfðu nauma forystuna framan af en Pálína Gunnlaugsdóttir svaraði fyrir Keflvíkinga með tveimur þristum. Liðin skiptust á að hafa forystuna og staðan í hálfleik, 37-38 fyrir gestina úr Keflavík. Mikill kraftur var í Melissu Jeltema í fyrri hálfleik því hún skoraði alls 19 stig og tók 7 fráköst. Það var stál í stál í þriðja leikhluta því liðin skiptust á að hafa forystuna sem aldrei fór yfir fjögur stig. Nokkuð dró af Jeltema í liði KR sem skoraði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta en liðsfélagar hennar stigu upp. Staðan eftir þriðja leikhluta, 52-51 fyrir heimastúlkur og allt í járnum. KR náði yfirhöndinni í lokaleikhlutanum og munaði þar mesta um góða vörn sem setti sóknarleika Keflvíkinga úr skorðum. KR-ingar sigu fram úr og náðu mest 11 stiga forystu þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar pressuðu KR-ingar hátt upp völlinn á lokamínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 75-64 og mætast liðin í þriðja sinn á föstudag. Jeltema var atkvæðamest í liði KR með 25 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir kom næst með 12 stig. Bryndís Guðmundsdóttir dró vagninn hjá Keflavík með 21 stig og Pálína Guðmundsdóttir skoraði 15 stig. KR-Keflavík 75-64 (37-38)KR: Melissa Ann Jeltema 25/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 12/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 8/8 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst.Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 21/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/7 fráköst, Jacquline Adamshick 12/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marina Caran 7.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira