Umfjöllun: Frábær byrjun skilaði Keflavík sigri gegn KR Stefán Árni Pálsson í Keflavík skrifar 25. mars 2011 20:57 Margrét Kara sneri aftur á völlinn í kvöld og skoraði nítján stig fyrir KR. Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Stemmningin var góð í Toyota-höllinni í Keflavík þegar heimastúlkur tóku á móti KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna, en fyrir leikinn í kvöld var staðan 1-1 í einvíginu. Keflavík varð fyrir töluverðu áfalli í gær þegar þeirra besti leikmaður, Jacquline Adamshick, ristabrotnaði og mun ekki leika meira með á tímabilinu. Suðurnesjamenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og nýr leikmaður kom til landsins í dag, en það mun vera Lisa Karic sem var ný búinn að ljúka tímabilinu hjá sér í Finnlandi og kom strax inn í liðið hjá Keflavík. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann fyrir að hafa slegið til leikmanns Hauka í deildarkeppninni fyrir stuttu, en hún átti án efa eftir að styrkja KR liðið mikið. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust fljótlega í 8-0. Keflavík skoraði ekki stig fyrstu fjórar mínútur leiksins en staðan var 8-3 fyrir KR þegar sex mínútur voru eftir af fyrsta fjórðungnum. Það tók aftur á móti Keflavík aðeins tvær mínútur að komast yfir 11-10. Staðan var 15-12 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og heimastúlkur komnar með ákveðin tök á leiknum. Í byrjun annars leikhluta tóku heimastúlkur öll völd á vellinum og komust fljótlega í 23-12 en KR-ingum virtist fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Bryndís Guðmundsdóttir var að leika sérstaklega vel fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks og gaf tóninn. KR-stúlkur skoruðu ekki stig í heilar átta mínútur en varnarleikur Keflvíkinga var að reynast þeim erfiður. Þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta var munurinn á liðinum orðin 19 stig, 34-15, og heimastúlkur gjörsamlega að slátra KR-ingum. KR-stúlkur náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en þá var staðan orðin 38-25 fyrir Keflvíkinga. Heimastúlkur byrjuðu þriðja leikhluta vel og settu strax þriggja stiga körfu í andlitið á KR. Hægt og bítandi fóru gestirnir að spila almennilegan körfubolta og söxuðu á forskot Keflvíkinga. Margrét Kara kom sterk inn og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Um miðjan fjórðunginn var munurinn komin í níu stig og leikurinn heldur betur að opnast. KR-stúlkur héldu áfram sínu striki og náðu að minnka muninn í fimm stig, 53-48, fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar hófu fjórða leikhlutann vel og allt í einu var munurinn aðeins tvö stig. Melissa Ann Jelterma, leikmaður KR, fékk sína fimmtu villu eftir aðeins þriggja mínútna leik í fjórða leikhlutanum og því varð hún að setjast á bekkinn og gat ekki tekið meira þátt í leiknum. Jelterma hafði leikið vel í leiknum en þegar hún varð að yfirgefa völlinn var hún með 12 stig og 14 fráköst. Í næstu sókn fékk Helga Einarsdóttir, leikmaður KR, einnig sína fimmtu villu og því var útlitið orðið heldur dökkt fyrir KR-inga. Eftir villuvandræðin sáu KR-ingar aldrei til sólar og heimastúlkur juku aðeins við forskot sitt.Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 76-64, og því leiða þær einvígið 2-1 og geta með sigri í næsta leik komist í úrslit. KR-ingar mæta án efa brjálaðar til leiks í næsta leik en hann fer fram í DHL-höllinni á þeirra eigin heimavelli. Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti stórleik og skoraði 18 stig, en hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 19 stig. Keflavík - KR 76-64 (38-25)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa Karcic 12/12 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 5/4 fráköst, Marina Caran 5/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Melissa Ann Jeltema 12/14 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Signý Hermannsdóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna í kvöld og leiða því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlkur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Stemmningin var góð í Toyota-höllinni í Keflavík þegar heimastúlkur tóku á móti KR í undanúrslitum Iceland-Express deild kvenna, en fyrir leikinn í kvöld var staðan 1-1 í einvíginu. Keflavík varð fyrir töluverðu áfalli í gær þegar þeirra besti leikmaður, Jacquline Adamshick, ristabrotnaði og mun ekki leika meira með á tímabilinu. Suðurnesjamenn eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og nýr leikmaður kom til landsins í dag, en það mun vera Lisa Karic sem var ný búinn að ljúka tímabilinu hjá sér í Finnlandi og kom strax inn í liðið hjá Keflavík. Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, kom aftur inn í liðið eftir að hafa tekið út leikbann fyrir að hafa slegið til leikmanns Hauka í deildarkeppninni fyrir stuttu, en hún átti án efa eftir að styrkja KR liðið mikið. KR-ingar byrjuðu leikinn vel og komust fljótlega í 8-0. Keflavík skoraði ekki stig fyrstu fjórar mínútur leiksins en staðan var 8-3 fyrir KR þegar sex mínútur voru eftir af fyrsta fjórðungnum. Það tók aftur á móti Keflavík aðeins tvær mínútur að komast yfir 11-10. Staðan var 15-12 þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum og heimastúlkur komnar með ákveðin tök á leiknum. Í byrjun annars leikhluta tóku heimastúlkur öll völd á vellinum og komust fljótlega í 23-12 en KR-ingum virtist fyrirmunað að koma boltanum ofan í körfuna. Bryndís Guðmundsdóttir var að leika sérstaklega vel fyrir Keflvíkinga í upphafi leiks og gaf tóninn. KR-stúlkur skoruðu ekki stig í heilar átta mínútur en varnarleikur Keflvíkinga var að reynast þeim erfiður. Þegar þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta var munurinn á liðinum orðin 19 stig, 34-15, og heimastúlkur gjörsamlega að slátra KR-ingum. KR-stúlkur náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en þá var staðan orðin 38-25 fyrir Keflvíkinga. Heimastúlkur byrjuðu þriðja leikhluta vel og settu strax þriggja stiga körfu í andlitið á KR. Hægt og bítandi fóru gestirnir að spila almennilegan körfubolta og söxuðu á forskot Keflvíkinga. Margrét Kara kom sterk inn og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Um miðjan fjórðunginn var munurinn komin í níu stig og leikurinn heldur betur að opnast. KR-stúlkur héldu áfram sínu striki og náðu að minnka muninn í fimm stig, 53-48, fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar hófu fjórða leikhlutann vel og allt í einu var munurinn aðeins tvö stig. Melissa Ann Jelterma, leikmaður KR, fékk sína fimmtu villu eftir aðeins þriggja mínútna leik í fjórða leikhlutanum og því varð hún að setjast á bekkinn og gat ekki tekið meira þátt í leiknum. Jelterma hafði leikið vel í leiknum en þegar hún varð að yfirgefa völlinn var hún með 12 stig og 14 fráköst. Í næstu sókn fékk Helga Einarsdóttir, leikmaður KR, einnig sína fimmtu villu og því var útlitið orðið heldur dökkt fyrir KR-inga. Eftir villuvandræðin sáu KR-ingar aldrei til sólar og heimastúlkur juku aðeins við forskot sitt.Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga, 76-64, og því leiða þær einvígið 2-1 og geta með sigri í næsta leik komist í úrslit. KR-ingar mæta án efa brjálaðar til leiks í næsta leik en hann fer fram í DHL-höllinni á þeirra eigin heimavelli. Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti stórleik og skoraði 18 stig, en hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 19 stig. Keflavík - KR 76-64 (38-25)Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa Karcic 12/12 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 5/4 fráköst, Marina Caran 5/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Melissa Ann Jeltema 12/14 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Signý Hermannsdóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira