Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var fúll eftir 0-2 tap liðsins í kvöld á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram í frostinu í Kænugarði.
„Leikurinn var góður og við spiluðum vel. Við gerðum hinsvegar tvö stór mistök sem kostuðu okkur tvö mörk. Það má ekki gera svona mistök í leik sem þessum," sagði Roberto Mancini.
„Kiev er með gott lið en leikurinn hefði átt að fara 2-1. Þetta voru heimskuleg mörk sem við fengum á okkur. Við stjórnuðum leiknum en þeir beittu skyndisóknum. Ég er mjög pirraður," sagði Mancini.
Roberto Mancini: Ég er mjög pirraður
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
