Utanríkisráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun 11. mars 2011 11:40 Flugvöllurinn í Sendai í Japan AFP PHOTO / HO / NHK Í kjölfar jarðskjálftans sem varð við strendur Japans í morgun varar utanríkisráðuneytið við flóðbylgjuhættu á ströndum við Kyrrahaf. Ráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vita um vini og ættingja á þessum svæðum að setja sig í samband við þá og fullvissa sig um að þeir séu meðvitaðir um hættuna og haldi sambandi við ættingja sína á Íslandi eftir atvikum. Fólk sem hefur áhyggjur af ættingjum sem eru staddir á hættusvæðinu er beðið að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900. Ráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun og ráðleggur Íslendingum á þessu svæði að fylgjast grannt með viðvörunum stjórnvalda og fjölmiðlum á staðnum. Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Alþjóðabjörgunarsveitin á vöktunarstigi Vegna jarðskjálftans í Japan var Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sett á svokallað vöktunarstig klukkan átta í morgun. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vöktunarstig feli í sér að stjórnendur fylgist vel með með ástandinu og því hvort japönsk stjórnvöld biðji um aðstoð frá alþjóðasamfélaginu, sem þau hafa ekki gert. 11. mars 2011 09:36 Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35 Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51 Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. 11. mars 2011 10:50 Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. "Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik. Hann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá. 11. mars 2011 11:07 Jarðskjálftinn í Japan lækkar olíuverðið Jarðskjálftinn í Japan hefur leitt til þess að fleiri olíuhreinsistöðvar í landinu hafa lokað. Þetta hefur svo aftur haft þau áhrif að heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert í dag. 11. mars 2011 10:57 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Í kjölfar jarðskjálftans sem varð við strendur Japans í morgun varar utanríkisráðuneytið við flóðbylgjuhættu á ströndum við Kyrrahaf. Ráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vita um vini og ættingja á þessum svæðum að setja sig í samband við þá og fullvissa sig um að þeir séu meðvitaðir um hættuna og haldi sambandi við ættingja sína á Íslandi eftir atvikum. Fólk sem hefur áhyggjur af ættingjum sem eru staddir á hættusvæðinu er beðið að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900. Ráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun og ráðleggur Íslendingum á þessu svæði að fylgjast grannt með viðvörunum stjórnvalda og fjölmiðlum á staðnum.
Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Alþjóðabjörgunarsveitin á vöktunarstigi Vegna jarðskjálftans í Japan var Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sett á svokallað vöktunarstig klukkan átta í morgun. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vöktunarstig feli í sér að stjórnendur fylgist vel með með ástandinu og því hvort japönsk stjórnvöld biðji um aðstoð frá alþjóðasamfélaginu, sem þau hafa ekki gert. 11. mars 2011 09:36 Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35 Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51 Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. 11. mars 2011 10:50 Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. "Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik. Hann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá. 11. mars 2011 11:07 Jarðskjálftinn í Japan lækkar olíuverðið Jarðskjálftinn í Japan hefur leitt til þess að fleiri olíuhreinsistöðvar í landinu hafa lokað. Þetta hefur svo aftur haft þau áhrif að heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert í dag. 11. mars 2011 10:57 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Alþjóðabjörgunarsveitin á vöktunarstigi Vegna jarðskjálftans í Japan var Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sett á svokallað vöktunarstig klukkan átta í morgun. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vöktunarstig feli í sér að stjórnendur fylgist vel með með ástandinu og því hvort japönsk stjórnvöld biðji um aðstoð frá alþjóðasamfélaginu, sem þau hafa ekki gert. 11. mars 2011 09:36
Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35
Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51
Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. 11. mars 2011 10:50
Íslendingur í Japan býr sig undir tsunami Hinrik Örn Hinriksson, skiptinemi í Japan, heyrði fyrst af jarðskjálftanum þegar hann fékk sms-skilaboð frá vini sínum sem sagði honum að halda sig inni. Hinrik býr í borginni Beppu í Oita-héraði sem er nokkuð langt frá upptökum skjálftans. Þar er engu að síður búist við tsunami-fljóðbylgjum og fara þyrlur reglulega með ströndinni til að fylgjast með sjóhæð. Vegna þessa er einnig byrjað að rýma íbúðir við ströndina sem standa á jarðhæð. "Fólki er auðvitað brugðið og fólk býr sig undir öfluga eftirskjálfta. Ég á marga vini sem búa á Tókíó-svæðinu og við höfum öll verið í sambandi við hvort annað, þau okkar sem eru hér í námi. Allir hafa það gott. Ein var í leikfimitíma og sagði að húsið hefði skolfið í eina mínútu. Önnur vinkona mín hljóp undir skrifborð hjá sér, en ekkert amar að neinum enda Íslendingar og vön því að jörðin láti vita af sér," segir Hinrik. Hann er búsettur við ströndina, á 7. hæð í stórri blokk, og telur sig nokkuð öruggan. Hann fór út í búð eftir að stóri skjálftinn reið yfir og þar var fólk almennt frekar rólegt. Hinrik tekur þó fram að strandgæslan sinni eftirliti við ströndina og beini fólki í burtu ef það kemur of nálægt henni, vegna hættu á tsunami. Símalínur liggja víða niðri en íslenska sendiráðið í Japan leggur áherslu á að ná í sem flesta Íslendinga á svæðinu. Tölvupóstur og Facebook hafa þar komið að góðum notum. Hinrik hefur sjálfur sent tölvupóst til þeirra vina sinna og kunningja sem hann hefur enn ekki heyrt frá. 11. mars 2011 11:07
Jarðskjálftinn í Japan lækkar olíuverðið Jarðskjálftinn í Japan hefur leitt til þess að fleiri olíuhreinsistöðvar í landinu hafa lokað. Þetta hefur svo aftur haft þau áhrif að heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert í dag. 11. mars 2011 10:57