Handbolti

Hrafnhildur: Erfiðasti titillinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir fékk að lyfta bikar í dag en hún er fyrirliði Vals sem varð deildarmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð.

Valur vann öruggan sigur á sínum helstu keppinautum, Fram, í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar í dag.

Valur var betri aðilinn allan leikinn og vann öruggan átta marka sigur, 31-23.

„Þetta var frábært. Þetta var aldrei spennandi og við vorum miklu betra liðið í dag,“ sagði hún í viðtali við Vísi.

Valur tapaði fyrir Fram í bikarúrslitunum í síðasta mánuði og sagði hún sætt að geta hefnt fyrir það tap í dag.

„Bikarleikurinn var stórslys og þar spilaði enginn leikmaður okkar á pari. Nún er liðið að spila eins og það á að gera og vörnin er eins og hún á að vera. Þá fer þetta svona.“

„Þetta er erfiðasti titilinn sem hægt er að vinna enda verið að keppa um hann allt tímabilið. Nú er bara sá flottasti eftir og stefnum við að því að taka hann líka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×