Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. mars 2011 12:53 Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. Körfuknattleiksdeildin hefur ekki viljað birta myndböndin fyrr en nú. Ástæðan er sé að þeim finnst aganefnd KKÍ ekki gæta jafnræðis í dómum sínum. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir kjaftshöggið en Davíð Páll Hermannsson Haukamaður fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum. Haukarnir telji að Margrét Kara hefði átt að fá þyngri dóm. Þess vegna hafa Haukarnir áfrýjað í máli Margrétar Köru. María Lind þurfti að fara á sjúkrahús vegna höggsins þar sem hún gat ekki bitið saman. Ekki var umbrot að ræða en líklega blæddi inn á kjálkaliðinn. Viku síðar hefur María Lind ekki enn náð sér af þeim áverkjum sem hún varð fyrir. Hægt er að lesa yfirlýsingu Haukanna hér að neðan og skoða myndbandið af atvikunum tveimur hér að ofan. Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar HaukaStjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka harmar þau óíþróttamannslegu atvik sem urðu í leikjum meistaraflokka kvenna og karla 9. og 10.mars síðast liðin að Ásvöllum. Nú hafa fallið dómar hjá aga- og úrskurðarnefnd KKÍ um málin. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka telur að í úrskurðum nefndarinnar sé ekki gætt jafnræðis né samræmis í dómum yfir þeim sem hlut eiga að máli. Án þess að á nokkurn hátt sé gert minna úr alvarleika brots Davíðs Páls Hermannssonar leikmanns Hauka í meistaraflokki karla þá telur stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka að brot Margrétar Köru Sturludóttur leikmanns KR verðskuldi mun harðari refsingu en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ felldi um það brot vegna eftirfarandi: 1. Brot Margrétar Köru á leikmanni Hauka, Maríu Lind Sigurðardóttur er framkvæmt án minnsta tilefnis og af hreinum ásetningi eins og glöggt má sjá á myndbroti af atvikinu. 2. María þurfti aðhlynningu lækna strax eftir atvikið og var á slysadeild langt fram á kvöld, enda gat hún ekki bitið saman og var með áverka eftir brotið. Við röntgen- og sneiðmyndatöku kom í ljós að sem betur fer er ekki er um brot að ræða en líklega hefur blætt inn á kjálkaliðinn. Nú viku síðar hefur María enn ekki náð sér af þeim áverkum sem hún varð fyrir, hún finnur enn töluverðan sársauka við eðlilegar hreyfingar á kjálkanum. 3. Hvorki leikmaður KR né Körfuknattleiksdeild KR hafa opinberlega beðist afsökunar á framkomu leikmanns eins og leikmenn KFÍ og Hauka gerðu daginn eftir að atvik í leik þeirra. 4. Í því atviki sem varð í leik Hauka og KFÍ eru tveir gerendur sem báðir eiga sök á þeim óíþróttamannslegu átökum sem þar urðu. Í atviki í leik Hauka og KR er einn gerandi sem gerir yfirvegaða og algerlega tilefnislausa árás á leikmann Hauka sem á sér einskis ills von. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að áfrýa dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur til áfrýjunardómstóls KKÍ þar sem Haukar telja að ekki sé gætt samræmis í úrskurðum þessara alvarlegu agamála. Tilefnislausar og yfirvegaðar árásir eins og gerðist í leik Hauka og KR eiga aldrei að sjást á leikvelli. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka telur að alvarleiki brots leikmanns KR endurspeglist ekki í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og áfrýja því Haukar úrskurðinum. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka Haukar höfðu ákveðið að sína ekki opinberlega myndbrot sem Hauka TV tóku upp af þeim atvikum sem urðu í leikjum Hauka við KR og KFÍ þar sem stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka taldi að birting myndbrotanna væri ekki körfuknattleiknum til framdráttar. Í ljósi þess að ekki er að mati Kkd Hauka gætt samræmis í niðurstöðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ telja Haukar rétt að birta allar upplýsingar um málin, þar með talin myndbrotin. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. Körfuknattleiksdeildin hefur ekki viljað birta myndböndin fyrr en nú. Ástæðan er sé að þeim finnst aganefnd KKÍ ekki gæta jafnræðis í dómum sínum. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir kjaftshöggið en Davíð Páll Hermannsson Haukamaður fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum. Haukarnir telji að Margrét Kara hefði átt að fá þyngri dóm. Þess vegna hafa Haukarnir áfrýjað í máli Margrétar Köru. María Lind þurfti að fara á sjúkrahús vegna höggsins þar sem hún gat ekki bitið saman. Ekki var umbrot að ræða en líklega blæddi inn á kjálkaliðinn. Viku síðar hefur María Lind ekki enn náð sér af þeim áverkjum sem hún varð fyrir. Hægt er að lesa yfirlýsingu Haukanna hér að neðan og skoða myndbandið af atvikunum tveimur hér að ofan. Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar HaukaStjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka harmar þau óíþróttamannslegu atvik sem urðu í leikjum meistaraflokka kvenna og karla 9. og 10.mars síðast liðin að Ásvöllum. Nú hafa fallið dómar hjá aga- og úrskurðarnefnd KKÍ um málin. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka telur að í úrskurðum nefndarinnar sé ekki gætt jafnræðis né samræmis í dómum yfir þeim sem hlut eiga að máli. Án þess að á nokkurn hátt sé gert minna úr alvarleika brots Davíðs Páls Hermannssonar leikmanns Hauka í meistaraflokki karla þá telur stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka að brot Margrétar Köru Sturludóttur leikmanns KR verðskuldi mun harðari refsingu en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ felldi um það brot vegna eftirfarandi: 1. Brot Margrétar Köru á leikmanni Hauka, Maríu Lind Sigurðardóttur er framkvæmt án minnsta tilefnis og af hreinum ásetningi eins og glöggt má sjá á myndbroti af atvikinu. 2. María þurfti aðhlynningu lækna strax eftir atvikið og var á slysadeild langt fram á kvöld, enda gat hún ekki bitið saman og var með áverka eftir brotið. Við röntgen- og sneiðmyndatöku kom í ljós að sem betur fer er ekki er um brot að ræða en líklega hefur blætt inn á kjálkaliðinn. Nú viku síðar hefur María enn ekki náð sér af þeim áverkum sem hún varð fyrir, hún finnur enn töluverðan sársauka við eðlilegar hreyfingar á kjálkanum. 3. Hvorki leikmaður KR né Körfuknattleiksdeild KR hafa opinberlega beðist afsökunar á framkomu leikmanns eins og leikmenn KFÍ og Hauka gerðu daginn eftir að atvik í leik þeirra. 4. Í því atviki sem varð í leik Hauka og KFÍ eru tveir gerendur sem báðir eiga sök á þeim óíþróttamannslegu átökum sem þar urðu. Í atviki í leik Hauka og KR er einn gerandi sem gerir yfirvegaða og algerlega tilefnislausa árás á leikmann Hauka sem á sér einskis ills von. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að áfrýa dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur til áfrýjunardómstóls KKÍ þar sem Haukar telja að ekki sé gætt samræmis í úrskurðum þessara alvarlegu agamála. Tilefnislausar og yfirvegaðar árásir eins og gerðist í leik Hauka og KR eiga aldrei að sjást á leikvelli. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka telur að alvarleiki brots leikmanns KR endurspeglist ekki í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og áfrýja því Haukar úrskurðinum. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka Haukar höfðu ákveðið að sína ekki opinberlega myndbrot sem Hauka TV tóku upp af þeim atvikum sem urðu í leikjum Hauka við KR og KFÍ þar sem stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka taldi að birting myndbrotanna væri ekki körfuknattleiknum til framdráttar. Í ljósi þess að ekki er að mati Kkd Hauka gætt samræmis í niðurstöðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ telja Haukar rétt að birta allar upplýsingar um málin, þar með talin myndbrotin.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Sjá meira