Sérfræðingar miðla upplýsingum til íbúa á áhrifasvæði Eyjafjallajökuls þessa dagana. Fundirnir með sérfræðingum fara fram í hádeginu í þjónustumiðstöðinni í Heimalandi.
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri verður til viðtals í hádeginu í dag; á morgun verður Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, til viðtals og á föstudag mætir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Þjónustumiðstöðin í Heimalandi er opin alla daga frá 11 til 15. Íbúar eru hvattir til að koma við og afla sér upplýsinga um mál sem tengjast eldgosinu.