Takk 7. september 2010 06:00 Þegar skelfilegar aðstæður dynja á fólki er jafnan aðeins um tvennt að ræða. Annar kosturinn er að glíma við sorgina, áfallið, sannleikann, sjúkleikann eða ofbeldið. Hinn kosturinn er að lúta áfallinu, leyfa því að buga mann hið innra og ræna að lokum sjálfstjórn. Ef svo fer er líka farin getan og jafnvel möguleiki til gleði og annars, sem gerir manni gott. Annar kosturinn er góður en hinn illur. Áföll gefa ekki færi til hlutleysis heldur neyða okkur til átaka. Ef ekki, verða menn veiklun að bráð. Góði kosturinn er erfiður og gengur nærri öllum, en uppskeran getur orðið ríkuleg. Hópur kvenna varð fyrir ofbeldi prests. Á þeim var brotið, þær voru rændar gleði sinni og síðan svívirtar með skeytingarleysi og getuleysi. Það er hörmulegt. En þær létu ekki ofbeldið binda sig heldur sóttu sér mátt og risu upp. Þær létu ekki kúga sig heldur sögðu sögur sínar. Því eru þær orðnar öðrum fórnarlömbum fyrirmynd um að láta ekki ræna sig sjálfsvirðingu eða rétti til að skilgreina eigin gildi og líf. Ofbeldi og kúgun þrífst víða í samfélaginu. Fæstar stofnanir á Íslandi hafa komið sér upp skilvirku skimunarkerfi ofbeldis, sem er afar alvarlegt. Þjóðkirkjan stofnaði fyrir meira en áratug fagráð í kynferðisbrotamálum, sem starfar skilvirkt. Kirkjan er því komin áleiðis í vinnu með þau hörmungarmál. En þó lánaðist yfirstjórn kirkjunnar ekki að ljúka sómasamlega ofbeldismálum frá síðustu öld. Konurnar, sem beittar voru ofbeldi, urðu að glíma við áfall sitt og þær hvikuðu ekki. Eins verður kirkjan að horfast í augu við mein sín, læra af þeim og eflast af vandanum. Kirkjan má ekki hvika heldur. Var það konunum að kenna að þjóðkirkjan er gagnrýnd nú? Ofbeldismenn reyna jafnan að klína sök á þolendur, en fórnarlömb eru sjaldnast sökudólgar. Nei, konurnar hafa ekki valdið kirkjunni skaða því kirkja á og má aldrei vera hrædd við sannleikann. Kirkja á að vera og er jafnan staður umhyggju og elsku. Kirkja má aldrei vera vettvangur þöggunar, kúgunar né neins konar bælingar. Þökk sé þeim, sem kalla okkur til ábyrgðar. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa" sagði Jesús. Nú hefur hópur þolenda miðlað þjóðkirkjunni dýrkeyptri visku. Takk þið hugrökku konur. Ykkur til heiðurs legg ég til að stofnuð verði hetjuverðlaun þjóðkirkjunnar, sem veitt verða kyndilberum sannleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Þegar skelfilegar aðstæður dynja á fólki er jafnan aðeins um tvennt að ræða. Annar kosturinn er að glíma við sorgina, áfallið, sannleikann, sjúkleikann eða ofbeldið. Hinn kosturinn er að lúta áfallinu, leyfa því að buga mann hið innra og ræna að lokum sjálfstjórn. Ef svo fer er líka farin getan og jafnvel möguleiki til gleði og annars, sem gerir manni gott. Annar kosturinn er góður en hinn illur. Áföll gefa ekki færi til hlutleysis heldur neyða okkur til átaka. Ef ekki, verða menn veiklun að bráð. Góði kosturinn er erfiður og gengur nærri öllum, en uppskeran getur orðið ríkuleg. Hópur kvenna varð fyrir ofbeldi prests. Á þeim var brotið, þær voru rændar gleði sinni og síðan svívirtar með skeytingarleysi og getuleysi. Það er hörmulegt. En þær létu ekki ofbeldið binda sig heldur sóttu sér mátt og risu upp. Þær létu ekki kúga sig heldur sögðu sögur sínar. Því eru þær orðnar öðrum fórnarlömbum fyrirmynd um að láta ekki ræna sig sjálfsvirðingu eða rétti til að skilgreina eigin gildi og líf. Ofbeldi og kúgun þrífst víða í samfélaginu. Fæstar stofnanir á Íslandi hafa komið sér upp skilvirku skimunarkerfi ofbeldis, sem er afar alvarlegt. Þjóðkirkjan stofnaði fyrir meira en áratug fagráð í kynferðisbrotamálum, sem starfar skilvirkt. Kirkjan er því komin áleiðis í vinnu með þau hörmungarmál. En þó lánaðist yfirstjórn kirkjunnar ekki að ljúka sómasamlega ofbeldismálum frá síðustu öld. Konurnar, sem beittar voru ofbeldi, urðu að glíma við áfall sitt og þær hvikuðu ekki. Eins verður kirkjan að horfast í augu við mein sín, læra af þeim og eflast af vandanum. Kirkjan má ekki hvika heldur. Var það konunum að kenna að þjóðkirkjan er gagnrýnd nú? Ofbeldismenn reyna jafnan að klína sök á þolendur, en fórnarlömb eru sjaldnast sökudólgar. Nei, konurnar hafa ekki valdið kirkjunni skaða því kirkja á og má aldrei vera hrædd við sannleikann. Kirkja á að vera og er jafnan staður umhyggju og elsku. Kirkja má aldrei vera vettvangur þöggunar, kúgunar né neins konar bælingar. Þökk sé þeim, sem kalla okkur til ábyrgðar. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa" sagði Jesús. Nú hefur hópur þolenda miðlað þjóðkirkjunni dýrkeyptri visku. Takk þið hugrökku konur. Ykkur til heiðurs legg ég til að stofnuð verði hetjuverðlaun þjóðkirkjunnar, sem veitt verða kyndilberum sannleikans.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun