Arsenal og Bayern München áfram Elvar Geir Magnússon skrifar 9. mars 2010 18:24 Nicklas Bendtner skoraði þrennu í kvöld og bætti upp fyrir öll klúðrin um síðustu helgi. Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Arsenal rúllaði yfir Porto á meðan þýska liðið tapaði fyrir Fiorentina en kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Arsenal - Porto 5-0(Samanlagt: 6-2) 1-0 Nicklas Bendtner (10.) 2-0 Nicklas Bendtner (25.) 3-0 Samir Nasri (64.) 4-0 Emmanuel Eboue (66) 5-0 Nicklas Bendtner (víti 90+.) Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti með flottum sóknarleik. Andrei Arshavin fékk fínt skallafæri á 8. mínútu en Helton í marki Porto varði vel. Mínútu síðar tók Arsenal forystuna en þá skoraði hinn danski Nicklas Bendtner. Arshavin átti síðan frábæra rispu á 25. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Bendtner. Hans þriðja mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og Arsenal komið í ansi góð mál. Arshavin átti síðan að skora þriðja mark Arsenal stuttu síðan þegar Samir Nasri sýndi fín tilþrif en sá rússneski setti boltann yfir úr dauðafæri. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir enska liðið sem átti frábæran leik í fyrri hálfleiknum. Eftir 60 mínútna leik hefði Porto getað jafnað metin samanlagt en Samir Nasri náði þá að bjarga á marklínu. Með stuttu millibili komu Nasri og varamaðurinn Emmanuel Eboue Arsenal 4-0 yfir og möguleikar Portúgalana horfnir. Bendtner innsiglaði þrennu sína úr vítaspyrnu í blálokin, úrslitin 5-0 og Arsenal örugglega áfram. Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Clichy, Campbell, Diaby, Rosicky, Nasri, Song Billong, Arshavin, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Silvestre, Eboue, Traore, Walcott, Denilson, Eduardo) Lið Porto: Helton, Bruno Alves, Fucile, Rolando, Pereira, Coelho, Raul Meireles, Ruben Micael, Garcia, Hulk, Varela. (Varamenn: Nuno, Maicon, Guarin, Belluschi, Rodriguez, Gonzalez, Miguel Lopes) Fiorentina - Bayern München 3-2(Samanlagt: 4-4) 1-0 Juan Vargas (28.) 2-0 Stevan Jovetic (54.) 2-1 Mark van Bommel (60.) 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Ítalska liðið komst yfir eftir mistök hjá Hans-Jörg Butt í marki FC Bayern. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og Juan Vargas refsaði á 28. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik. Gott færi Alberto Gilardino fór forgörðum snemma í seinni hálfleiknum en Fiorentina náði að koma inn öðru marki sínu skömmu síðar. Hinn eftirsótti Stevan Jovetic skoraði þá. En Adam var ekki lengi í Paradís og sex mínútum eftir mark Jovetic skoraði Mark van Bommel með hnitmiðuðu skoti og minnkaði muninn í 2-1. Staðan því samanlagt hnífjöfn 3-3. Svartfellingurinn Jovetic skoraði síðan sitt annað mark og kom heimamönnum í 3-1 eftir flottan undirbúning Gilardino. Áhorfendur voru enn að fagna því marki þegar Arjen Robben skoraði með stórbrotnu skoti. Staðan orðin 3-2 fyrir Fiorentina sem urðu lokatölur, samanlögð úrslit 4-4 en Bayern München komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Lið Fiorentina: Frey, Kroldrup, Vargas, Natali, Felipe, De Silvestri, Zanetti, Montolivo, Jovetic, Gilardino, Marchionni. (Varamenn: Avramov, Pasqual, Comotto, Donadel, Santana, Bolatti, Keirrison) Lið Bayern München: Van Buyten, Lahm, Holger Badstuber, Ribery, Van Bommel, Alaba, Schweinsteiger, Robben, Muller, Gomez. (Varamenn: Rensing, Gorlitz, Altintop, Pranjic, Tymoschuk, Olic, Klose) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira
Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Arsenal rúllaði yfir Porto á meðan þýska liðið tapaði fyrir Fiorentina en kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Arsenal - Porto 5-0(Samanlagt: 6-2) 1-0 Nicklas Bendtner (10.) 2-0 Nicklas Bendtner (25.) 3-0 Samir Nasri (64.) 4-0 Emmanuel Eboue (66) 5-0 Nicklas Bendtner (víti 90+.) Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti með flottum sóknarleik. Andrei Arshavin fékk fínt skallafæri á 8. mínútu en Helton í marki Porto varði vel. Mínútu síðar tók Arsenal forystuna en þá skoraði hinn danski Nicklas Bendtner. Arshavin átti síðan frábæra rispu á 25. mínútu og lagði upp annað mark fyrir Bendtner. Hans þriðja mark í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og Arsenal komið í ansi góð mál. Arshavin átti síðan að skora þriðja mark Arsenal stuttu síðan þegar Samir Nasri sýndi fín tilþrif en sá rússneski setti boltann yfir úr dauðafæri. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir enska liðið sem átti frábæran leik í fyrri hálfleiknum. Eftir 60 mínútna leik hefði Porto getað jafnað metin samanlagt en Samir Nasri náði þá að bjarga á marklínu. Með stuttu millibili komu Nasri og varamaðurinn Emmanuel Eboue Arsenal 4-0 yfir og möguleikar Portúgalana horfnir. Bendtner innsiglaði þrennu sína úr vítaspyrnu í blálokin, úrslitin 5-0 og Arsenal örugglega áfram. Lið Arsenal: Almunia, Sagna, Vermaelen, Clichy, Campbell, Diaby, Rosicky, Nasri, Song Billong, Arshavin, Bendtner. (Varamenn: Fabianski, Silvestre, Eboue, Traore, Walcott, Denilson, Eduardo) Lið Porto: Helton, Bruno Alves, Fucile, Rolando, Pereira, Coelho, Raul Meireles, Ruben Micael, Garcia, Hulk, Varela. (Varamenn: Nuno, Maicon, Guarin, Belluschi, Rodriguez, Gonzalez, Miguel Lopes) Fiorentina - Bayern München 3-2(Samanlagt: 4-4) 1-0 Juan Vargas (28.) 2-0 Stevan Jovetic (54.) 2-1 Mark van Bommel (60.) 3-1 Stevan Jovetic (64.) 3-2 Arjen Robben (65.) Ítalska liðið komst yfir eftir mistök hjá Hans-Jörg Butt í marki FC Bayern. Hann hélt ekki boltanum eftir skot og Juan Vargas refsaði á 28. mínútu leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik. Gott færi Alberto Gilardino fór forgörðum snemma í seinni hálfleiknum en Fiorentina náði að koma inn öðru marki sínu skömmu síðar. Hinn eftirsótti Stevan Jovetic skoraði þá. En Adam var ekki lengi í Paradís og sex mínútum eftir mark Jovetic skoraði Mark van Bommel með hnitmiðuðu skoti og minnkaði muninn í 2-1. Staðan því samanlagt hnífjöfn 3-3. Svartfellingurinn Jovetic skoraði síðan sitt annað mark og kom heimamönnum í 3-1 eftir flottan undirbúning Gilardino. Áhorfendur voru enn að fagna því marki þegar Arjen Robben skoraði með stórbrotnu skoti. Staðan orðin 3-2 fyrir Fiorentina sem urðu lokatölur, samanlögð úrslit 4-4 en Bayern München komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Lið Fiorentina: Frey, Kroldrup, Vargas, Natali, Felipe, De Silvestri, Zanetti, Montolivo, Jovetic, Gilardino, Marchionni. (Varamenn: Avramov, Pasqual, Comotto, Donadel, Santana, Bolatti, Keirrison) Lið Bayern München: Van Buyten, Lahm, Holger Badstuber, Ribery, Van Bommel, Alaba, Schweinsteiger, Robben, Muller, Gomez. (Varamenn: Rensing, Gorlitz, Altintop, Pranjic, Tymoschuk, Olic, Klose)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Sjá meira