Handbolti

Einar Jónsson í þriggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Einar Jónsson, þjálfari Fram. Mynd/Vilhelm

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir „grófa óíþróttamannslega framkomu" eins og segir í fundargerð aganefndar HSÍ.

Einar var afar óánægður með dómgæsluna eftir leikinn gegn Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta um helgina. Fær hann fyrir tveggja leikja bann auk eins til viðbótar vegna „ítrekunaráhrifa" eins og það er orðað.

Einar sagði eftir leikinn að dómgæslan í öllu einvíginu hafi verið slæm og það, ásamt góðri frammistöðu Berglindar Írisar Hansdóttur í marki Vals, hafi gert útslagið í rimmu liðanna um titilinn.

Hann verður því í banni í fyrstu þremur leikjum Fram á næstu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×