Hægt að krefjast gæsluvarðhalds yfir fyrrverandi ráðherrum Ingimar Karl Helgason skrifar 19. september 2010 18:54 Alþingi þarf að velja sérstakan saksóknara, verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir, og munu fimm Alþingismenn taka þátt í saksókninni. Þá getur Landsdómur krafist gæsluvarðhalds yfir þeim sem ákærðir eru og og látið gera hjá þeim húsleit. Kveðið er á um Landsdóm í stjórnarskrá Lýðveldisins. Þar segir í fjórtándu grein: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Hingað til hefur lögum um landsdóm aldrei verið beitt, en nú kynni að verða breyting á. Meirihluti Atlanefndar, þingmannanefndarinnar sem fór yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis, vill að ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í aðdraganda efnahagshrunsins. Vinstri-grænir, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar, vilja ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þingmenn þess flokks, í Atlanefndinni, vilja ekki ákæra Björgvin og sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn. Fimmtán sitja í Landsdómi; fimm reyndustu hæstaréttardómararnir, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti, og svo átta dómendur sem alþingi kýs hlutfallskosningu, og eru skipaðir til sex ára í senn. Síðast var skipað fyrir fimm árum, og þá voru valdahlutföll í þinginu önnur en nú. En yrði ákveðið að ákæra. Hvernig ætti þetta að fara fram? Alþingi þarf að álykta um saksókn og þarf meirihluti þingmanna að vera að baki henni. Ákæruatriði eiga að koma þar fram. En svo þarf að sækja málið. Alþingi kýs sér saksóknara en honum til aðstoðar á að vera nefnd fimm þingmanna, sem kosnir skulu hlutfallskosningu. Saksóknarinn á að undirbúa gagnasöfnun og leita allra fáanlegra sannanna fyrir ákæruatriðum. Landsdómur sjálfur, á að skipa hinum ákærðu verjanda og á við val á honum að fara eftir óskum ákærða; mæli ekkert á móti því. Landsdóminn á að halda í heyrand hljóði, en hann má samt ákveða að loka þinghaldi - telji hann sérstakar ástæður til þess. Slíkt kynni að varða samskipti við erlend ríki eða hagsmuni ríkisins, segir í lögunum. Yrði ákveðið að loka þinghaldi, getur dómurinn bannað verjendum að ræða það sem þar fer fram. En það er ýmislegt fleira í lögum um Landsdóm; hann hefur umtalsverð völd. Til að mynda getur hann ákveðið að láta gera húsleik hjá ákærðu eða að úrskurða þá sem ákærðir eru í gæsluvarðhald; þetta gerir dómurinn raunar ekki nema hann fái tilmæli frá saksóknara Alþingis og að allt þetta fullnægi skilyrðum laga um sakamál. Réttarhaldið á svo að fara fram eins og við er að búast. Saksóknarinn gerir grein fyrir málsatvikum og sakargögnum. Svo eru hinir ákærðu spurðir; það geta saksóknari, verjendur og dómararnir gert. Þá er líka hægt að kalla vitni fyrir dóminn, en neiti vitni að svara, án þess að hafa til þess lögmætar ástæður, þá getur landsdómurinn sektað viðkomandi eða dæmt hann í allt að hálfs árs fangelsi. Og ef svo fer að fyrrverandi ráðherra verður sakfelldur,. þá getur hann áfrýjað og landsdómur getur tekið málið hans til meðferðar aftur, ef fram koma gögn, sem talin eru að geti leitt til sýknu eða sakfellingar fyrir minna brot. En hvar ætti réttarhaldið að fara fram? Húsnæði Hæstaréttar kæmi kannski til greina; en fréttastofu er sagt að það rúmi ekki þessa starfsemi; finnan yrði annan stað, en lögin segja að réttarhaldið verði að vera í höfuðborginni. Landsdómur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Alþingi þarf að velja sérstakan saksóknara, verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir, og munu fimm Alþingismenn taka þátt í saksókninni. Þá getur Landsdómur krafist gæsluvarðhalds yfir þeim sem ákærðir eru og og látið gera hjá þeim húsleit. Kveðið er á um Landsdóm í stjórnarskrá Lýðveldisins. Þar segir í fjórtándu grein: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Hingað til hefur lögum um landsdóm aldrei verið beitt, en nú kynni að verða breyting á. Meirihluti Atlanefndar, þingmannanefndarinnar sem fór yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis, vill að ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í aðdraganda efnahagshrunsins. Vinstri-grænir, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar, vilja ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þingmenn þess flokks, í Atlanefndinni, vilja ekki ákæra Björgvin og sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn. Fimmtán sitja í Landsdómi; fimm reyndustu hæstaréttardómararnir, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti, og svo átta dómendur sem alþingi kýs hlutfallskosningu, og eru skipaðir til sex ára í senn. Síðast var skipað fyrir fimm árum, og þá voru valdahlutföll í þinginu önnur en nú. En yrði ákveðið að ákæra. Hvernig ætti þetta að fara fram? Alþingi þarf að álykta um saksókn og þarf meirihluti þingmanna að vera að baki henni. Ákæruatriði eiga að koma þar fram. En svo þarf að sækja málið. Alþingi kýs sér saksóknara en honum til aðstoðar á að vera nefnd fimm þingmanna, sem kosnir skulu hlutfallskosningu. Saksóknarinn á að undirbúa gagnasöfnun og leita allra fáanlegra sannanna fyrir ákæruatriðum. Landsdómur sjálfur, á að skipa hinum ákærðu verjanda og á við val á honum að fara eftir óskum ákærða; mæli ekkert á móti því. Landsdóminn á að halda í heyrand hljóði, en hann má samt ákveða að loka þinghaldi - telji hann sérstakar ástæður til þess. Slíkt kynni að varða samskipti við erlend ríki eða hagsmuni ríkisins, segir í lögunum. Yrði ákveðið að loka þinghaldi, getur dómurinn bannað verjendum að ræða það sem þar fer fram. En það er ýmislegt fleira í lögum um Landsdóm; hann hefur umtalsverð völd. Til að mynda getur hann ákveðið að láta gera húsleik hjá ákærðu eða að úrskurða þá sem ákærðir eru í gæsluvarðhald; þetta gerir dómurinn raunar ekki nema hann fái tilmæli frá saksóknara Alþingis og að allt þetta fullnægi skilyrðum laga um sakamál. Réttarhaldið á svo að fara fram eins og við er að búast. Saksóknarinn gerir grein fyrir málsatvikum og sakargögnum. Svo eru hinir ákærðu spurðir; það geta saksóknari, verjendur og dómararnir gert. Þá er líka hægt að kalla vitni fyrir dóminn, en neiti vitni að svara, án þess að hafa til þess lögmætar ástæður, þá getur landsdómurinn sektað viðkomandi eða dæmt hann í allt að hálfs árs fangelsi. Og ef svo fer að fyrrverandi ráðherra verður sakfelldur,. þá getur hann áfrýjað og landsdómur getur tekið málið hans til meðferðar aftur, ef fram koma gögn, sem talin eru að geti leitt til sýknu eða sakfellingar fyrir minna brot. En hvar ætti réttarhaldið að fara fram? Húsnæði Hæstaréttar kæmi kannski til greina; en fréttastofu er sagt að það rúmi ekki þessa starfsemi; finnan yrði annan stað, en lögin segja að réttarhaldið verði að vera í höfuðborginni.
Landsdómur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira