Vonar að gosmyndin borgi varnargarðinn 17. apríl 2010 06:00 Ljósmynd Ólafs Þessi magnaða mynd Ólafs af bólstrunum úr Eyjafjallajökli hefur ratað í mörg helstu dagblöð, netmiðla og sjónvarpsstöðvar heims. MYnd/Ólafur Eggertsson Fjölskyldan á Þorvaldseyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem á miðvikudag tók frábæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það er í nógu að snúast í kringum ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan daginn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengdadóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðvikudag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birtingarrétti ljósmynda. „Það virðast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Fjölskyldan á Þorvaldseyri má hafa sig alla við að svara fyrirpurnum erlendra fjölmiðla vegna heimsfrægrar ljósmyndar bóndans Ólafs Eggertssonar. Hann kveðst vona að greiðslur fyrir myndina dugi til að byggja nýjan flóðvarnargarð. „Það er allt á hvolfi út af þessu,“ segir Ólafur Þorvaldsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem á miðvikudag tók frábæra ljósmynd af gosbólstrunum í Eyjafjallajökli. Myndin hefur síðan birst á fréttamiðlum um allan heim. Aðspurður segist Ólafur vera búinn að selja mynd sína víða. Hann átti sig þó ekki á því hversu mikla peninga hún gefi í aðra hönd þegar upp verður staðið. Síðdegis í gær höfðu að hans sögn nærri 30 milljónir manna skoðað myndina á einni tiltekinni vefsíðu sem hann þó kann ekki að nefna. „Ég vona að ég fái að minnsta kosti eitthvað upp í kostnaðinn við varnargarðinn,“ segir Ólafur sem um hádegisbil í gær sat einmitt við að reikna áætlan kostnað við nýja varnargarðinn sem eyðilagðist í flóði á miðvikudag. Kostnaðurinn var kominn í 3,4 milljónir króna en dæmið hefur ekki verið reiknað til enda. Það er í nógu að snúast í kringum ljósmyndina. „Ég var í allan gærdag [fyrradag] og allan daginn í dag [í gær] nánast bara í því að svara fyrir þessa mynd og ég var með enskumælandi tengdadóttur mína nær eingöngu í þessu í allan gærdag [fyrradag]. Þá hef ég verið í viðtölum í blöðum í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Svíþjóð og Noregi,“ útskýrir Ólafur. Myndina tók Ólafur á miðvikudag. „Ég bara tók þessa mynd og svo flúði ég af bænum. Seinna um daginn skoðaði ég myndina til að sjá hvernig hún hefði tekist og þá henti ég henni að eigin frumkvæði inn á fréttavefina hér. Síðan hafa allir erlendu fjölmiðlarnir hringt og beðið um leyfi,“ segir Ólafur sem kveður atburðarásina með ólíkindum. Merkilegt sé þegar fólk vilji heyra meira um þennan atvinnuljósmyndara. „Ég sem hef aldrei lært að taka myndir!“ Ólafur þekkir lítið til sölu á birtingarrétti ljósmynda. „Það virðast margir ætla að græða á mér með því að vera með myndina og fá rentur af því. Ég get eiginlega ekki staðið í þessu sjálfur og verð að fá mér umboðsmann,“ segir hann. Í gær var von á að norðanátt myndi brátt senda öskufall yfir Þorvaldseyri og aðra byggð undir Eyjafjöllum og unnið var að því að þétta húsakostinn á bænum. Eftir mjaltir um kvöldið ætlaði heimilisfólkið síðan að aka fimm kílómetra til vesturs til að gista í Varmahlíð eins og það hefur gert síðustu daga. „Það er engin flóðahætta í Varmahlíð en þar getur komið aska. Það er uggur í okkur yfir því hversu lengi þetta gos ætlar að standa. Verður að mallast úr þessu aska fram eftir sumri? Þetta er alveg hrikalegt,“ segir Ólafur Eggertsson. gar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira