FH úr leik eftir andlausa frammmistöðu Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 21. júlí 2010 20:57 Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Það var Vitali Radzionau sem skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti utan teigs á 15. mínútu. Fátt markvert gerðist þess utan í þessum hrútleiðinlega knattspyrnuleik. Eftir markið hættu liðin hreinlega að spila alvöru fótbolta. Hægur og leiðinlegur göngubolti tók við í staðinn. Leikurinn var í raun lítið annað en sóun á tíma og súrefni. FH átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni 50 metra tilraun sem fór 30 metra fram hjá. Þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt. Þeir voru skíthræddir, huglausir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. Markmiðið að komast sómasamlega frá verkefninu. Það var enginn sómi af þessari frammistöðu. Hún var skammarlega léleg. Síðari hálfleikur var vissulega skömminni skárri hjá FH en góður var hann ekki. Það er langur vegur frá því. Það var FH til happs að BATE-menn tóku því rólega eftir markið og sigldu þægilega og áreynslulaust í næstu umferð. Þeir hefðu hæglega getað valtað yfir Fimleikafélagið en sáu aumur á Íslendingunum. Þó svo þeir hafi verið í öðrum gír nánast allan leikinn tókst FH ekki að skora. FH-BATE Borisov 0-1 0-1 Vitali Radzionau (15.) Áhorfendur: Afar fáir. Dómari: Hannes Kasik, Eistlandi. Skot (á mark): 5-14 (1-5) Varin skot: Gunnleifur 4 - Veremko 1 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-24 Rangstöður: 2-3 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson Jón Ragnar Jónsson Hafþór Þrastarson Tommy Nielsen (78., Freyr Bjarnason) Hjörtur Logi Valgarðsson (43., Bjarki Gunnlaugsson) Pétur Viðarsson Björn Daníel Sverrisson Matthías Vilhjálmsson Ólafur Páll Snorrason Atli Viðar Björnsson (64., Atli Guðnason) Torger Motland Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
FH er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap, 0-1, fyrir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í einum leiðinlegasta fótboltaleik sem spilaður hefur verið á Íslandi. BATE vann rimmu liðanna 6-1 samtals. Það var Vitali Radzionau sem skoraði eina mark leiksins með laglegu skoti utan teigs á 15. mínútu. Fátt markvert gerðist þess utan í þessum hrútleiðinlega knattspyrnuleik. Eftir markið hættu liðin hreinlega að spila alvöru fótbolta. Hægur og leiðinlegur göngubolti tók við í staðinn. Leikurinn var í raun lítið annað en sóun á tíma og súrefni. FH átti ekki skot að marki í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni 50 metra tilraun sem fór 30 metra fram hjá. Þeir gerðu nákvæmlega ekki neitt. Þeir voru skíthræddir, huglausir og höfðu enga trú á því sem þeir voru að gera. Markmiðið að komast sómasamlega frá verkefninu. Það var enginn sómi af þessari frammistöðu. Hún var skammarlega léleg. Síðari hálfleikur var vissulega skömminni skárri hjá FH en góður var hann ekki. Það er langur vegur frá því. Það var FH til happs að BATE-menn tóku því rólega eftir markið og sigldu þægilega og áreynslulaust í næstu umferð. Þeir hefðu hæglega getað valtað yfir Fimleikafélagið en sáu aumur á Íslendingunum. Þó svo þeir hafi verið í öðrum gír nánast allan leikinn tókst FH ekki að skora. FH-BATE Borisov 0-1 0-1 Vitali Radzionau (15.) Áhorfendur: Afar fáir. Dómari: Hannes Kasik, Eistlandi. Skot (á mark): 5-14 (1-5) Varin skot: Gunnleifur 4 - Veremko 1 Horn: 2-3 Aukaspyrnur fengnar: 9-24 Rangstöður: 2-3 FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson Jón Ragnar Jónsson Hafþór Þrastarson Tommy Nielsen (78., Freyr Bjarnason) Hjörtur Logi Valgarðsson (43., Bjarki Gunnlaugsson) Pétur Viðarsson Björn Daníel Sverrisson Matthías Vilhjálmsson Ólafur Páll Snorrason Atli Viðar Björnsson (64., Atli Guðnason) Torger Motland
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Leik Lokið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira