FH-ingar hafa sett topplið ÍBV og Blika sem eru í öðru sæti undir mikla pressu eftir sigurinn á Fylki í gær. Endurkoma liðsins var frábær.
FH lenti 0-2 undir en sneri leiknum við og vann 4-2.
Freyr Bjarnason, Gunnar Már Guðmundsson og Atli Viðar Björnsson skoruðu fyrir FH, Atli Viðar tvö.
Jóhann Þórhallsson og Andrés Már Jóhannesson skoruðu fyrir Fylki.
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vellinum vopnaður myndavélinni. Afrakstur hans frá leiknum má sjá hér fyrir neðan.

