Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls 8. júlí 2010 10:30 Héraðsdómur Reykjavíkur. Myndin er tekin í gær þegar þingfesting var í máli fjórmenningana sem smygluðu kókaíni frá spáni. Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. Sverrir Þór er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006. Í stefnunni kemur fram að móðir stúlkunnar hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri en það ekki tekist þrátt fyrir mikla eftirgrenslann. Sverrir var margsinnis boðaður til viðtals hjá sýslumanni en án árangurs. Móðirin fer fram á að Sverrir greiði meðlag. Nafn Sverris Þórs hefur oft komið upp í tengslum við fíkniefnamál á Íslandi. Hann hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 auk þess sem 21 milljón sem hann hafði undir höndum var gerð upptæk. Dómarnir í stóra fíkniefnamálinu voru þeir þyngstu sem fallið höfðu í fíkniefnamálum á þeim tíma. Aftur var leitað að Sverri í tengslum við innflutning á kókaíni frá Spáni en það mál er nú fyrir dómstólum og var þingfest í gær. Davíð Garðarsson, Pétur Jökull Jónasson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Orri Freyr Gíslason eru sakaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. Við rannsókn þess máls beindust böndin að Sverri Þór. Fréttablaðið greindi frá því í apríl að Sverrir Þór væri talinn standa bak við smyglið og hans hefði verið leitað á Spáni með aðstoð Europol frá því málið kom upp. Í grein Fréttablaðsins kom fram að síðan Sverrir hefði losnað úr haldi vegna stóra fíkniefnamálsins hefði hann dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu og væri talinn viðriðinn ýmis fíkniefnamál. Í undirheimunum gengur Sverrir Þór undir nafninu Sveddi Tönn. Fjöldi mála kemur upp á hverju ári þar sem leitað er eftir einstaklingnum sem neita að greiða meðlag eða viðurkenna að þeir séu foreldrar barns. Þegar einstaklingarnir finnast ekki fara málin yfirleitt fyrir dómstóla. Sverri er gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september. Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. Sverrir Þór er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006. Í stefnunni kemur fram að móðir stúlkunnar hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri en það ekki tekist þrátt fyrir mikla eftirgrenslann. Sverrir var margsinnis boðaður til viðtals hjá sýslumanni en án árangurs. Móðirin fer fram á að Sverrir greiði meðlag. Nafn Sverris Þórs hefur oft komið upp í tengslum við fíkniefnamál á Íslandi. Hann hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 auk þess sem 21 milljón sem hann hafði undir höndum var gerð upptæk. Dómarnir í stóra fíkniefnamálinu voru þeir þyngstu sem fallið höfðu í fíkniefnamálum á þeim tíma. Aftur var leitað að Sverri í tengslum við innflutning á kókaíni frá Spáni en það mál er nú fyrir dómstólum og var þingfest í gær. Davíð Garðarsson, Pétur Jökull Jónasson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Orri Freyr Gíslason eru sakaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. Við rannsókn þess máls beindust böndin að Sverri Þór. Fréttablaðið greindi frá því í apríl að Sverrir Þór væri talinn standa bak við smyglið og hans hefði verið leitað á Spáni með aðstoð Europol frá því málið kom upp. Í grein Fréttablaðsins kom fram að síðan Sverrir hefði losnað úr haldi vegna stóra fíkniefnamálsins hefði hann dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu og væri talinn viðriðinn ýmis fíkniefnamál. Í undirheimunum gengur Sverrir Þór undir nafninu Sveddi Tönn. Fjöldi mála kemur upp á hverju ári þar sem leitað er eftir einstaklingnum sem neita að greiða meðlag eða viðurkenna að þeir séu foreldrar barns. Þegar einstaklingarnir finnast ekki fara málin yfirleitt fyrir dómstóla. Sverri er gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september.
Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00