Sýning hjá Arsenal-liðinu og létt hjá Real gegn AC Milan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2010 20:34 Cesc Fabregas fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Arsenal fór á kostum og burstaði úkraínska liðið Shakhtar Donetsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, með markatöluna 14-2 og með miklu betri innbyrðisstöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Alex Song kom Arsenal í 1-0 á 20. mínútu eftir mistök markvarðar Shakhtar Donetsk og Song lagði síðan upp annað markið fyrir Samir Nasri sem Nasi skoraði á glæsilegan hátt tveimur mínútum fyrir hálfleik. Cesc Fabregas lék sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma og kom Arsenal í 3-0 á 59. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Jack Wilshere skoraði fjórða markið eftir frábæra sókn Arsenal sex mínútum síðar og Marouane Chamakh kom Arsenal í 5-0 eftir stungusendingu frá Samir Nasri. Eduardo da Silva kom inn á sem varamaður og náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru í miklu stuði þessa daganna og þeir voru komnir í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins á móti AC Milan. Real-liðið gat bætt við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Jose Mourinho eru þar með með fullt hús og fimm stigum meira en AC Milan sem er áfram í 2. sæti riðilsins. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútur og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Bayern Munchen er með líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3-2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum. Ricardo Cadu kom Cluj yfir á móti Bayern í Munchen en skoraði síðan sjálfsmark aðeins fjórum mínútum síðar. Sex mínútum síðar var Bayern komið yfir eftir annað sjálfsmark hjá leikmönnum rúmenska liðsins. Mario Gomez kom Bayern í 3-1 sigur á 77. mínútu með fyrsta marki leikmanna Bayern í leiknum en Juan Culio minnkaði muninn í 3-2 fjórum mínútum fyrir leikslok.Úrslit leikja og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillRoma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Marco Borriello (21.), 1-2 Samuel Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.)Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Ricardo Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark Cadú (32.), 2-1 Sjálfsmark Panin (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.)F-riðillSpartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Yuri Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.)Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.)G-riðillReal Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Mesut Özil (14.) Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.)H-riðillArsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo da Silva (82.)Sporting Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Arsenal fór á kostum og burstaði úkraínska liðið Shakhtar Donetsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, með markatöluna 14-2 og með miklu betri innbyrðisstöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Alex Song kom Arsenal í 1-0 á 20. mínútu eftir mistök markvarðar Shakhtar Donetsk og Song lagði síðan upp annað markið fyrir Samir Nasri sem Nasi skoraði á glæsilegan hátt tveimur mínútum fyrir hálfleik. Cesc Fabregas lék sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma og kom Arsenal í 3-0 á 59. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Jack Wilshere skoraði fjórða markið eftir frábæra sókn Arsenal sex mínútum síðar og Marouane Chamakh kom Arsenal í 5-0 eftir stungusendingu frá Samir Nasri. Eduardo da Silva kom inn á sem varamaður og náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru í miklu stuði þessa daganna og þeir voru komnir í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins á móti AC Milan. Real-liðið gat bætt við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Jose Mourinho eru þar með með fullt hús og fimm stigum meira en AC Milan sem er áfram í 2. sæti riðilsins. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútur og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Bayern Munchen er með líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3-2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum. Ricardo Cadu kom Cluj yfir á móti Bayern í Munchen en skoraði síðan sjálfsmark aðeins fjórum mínútum síðar. Sex mínútum síðar var Bayern komið yfir eftir annað sjálfsmark hjá leikmönnum rúmenska liðsins. Mario Gomez kom Bayern í 3-1 sigur á 77. mínútu með fyrsta marki leikmanna Bayern í leiknum en Juan Culio minnkaði muninn í 3-2 fjórum mínútum fyrir leikslok.Úrslit leikja og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillRoma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Marco Borriello (21.), 1-2 Samuel Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.)Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Ricardo Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark Cadú (32.), 2-1 Sjálfsmark Panin (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.)F-riðillSpartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Yuri Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.)Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.)G-riðillReal Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Mesut Özil (14.) Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.)H-riðillArsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo da Silva (82.)Sporting Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira