Handbolti

Þjóðverjar mörðu jafntefli gegn Austurríki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Uwe Gensheimer í leiknum í kvöld.
Uwe Gensheimer í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Bongarts

Fyrsta leiknum í riðli Íslands í undankeppni EM 2012 er lokið en í honum gerðu Þýskaland og Austurríki jafntefli í Göppingen, 26-26.

Óhætt er að segja að fyrrum heimsmeistarar Þjóðverja mega vera sáttir við stigið þar sem Austurríkismenn byrjuðu m iklu betur og voru með sex marka forystu í hálfleik, 14-8.

Þjóðverjar réttu úr kútnum í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í eitt mark, 19-18, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Austurríkismenn héldu undirtökunum allt til loka en Adrian Pfahl náði að jafna metin fyrir Þjóðverja með marki á lokasekúndum leiksins.

Pfahl var markahæstur Þjóðverja með átta mörk en Victor Szilagyi skoraði sex mörk fyrir Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×