„Alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig“ 21. september 2010 04:00 Jóhanna Sigurðardóttir „Þetta er mjög alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig. Ég ætla að sofa á þessu og telja upp að tuttugu,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, vegna ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Jóhanna gagnrýndi harðlega tillögur meirihluta þingmannanefndar um að ákæra beri fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Sagði hún meðal annars að ráðherrarnir hefðu ekki, árið 2008, verið í aðstöðu til að afstýra bankahruninu. Jóhanna vék sérstaklega að málefnum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sagði hún yfirgnæfandi líkur á að Ingibjörg verði sýknuð fyrir landsdómi komi mál hennar þar til dóms. Rökin voru þau að einungis embættisbrot vörðuðu ráðherraábyrgð. „Staða utanríkisráðherra og verksvið í stjórnskipan landsins er með þeim hætti að það er vandséð hvernig unnt er að komast að þeirri niðurstöðu að sá ráðherra hafi gerst sekur um brot í embættisrekstri sínum í aðdraganda falls íslensku bankanna.“ Jóhanna sagði það veikja málatilbúnaðinn að niðurstöður þingmannanefndarinnar væru aðrar en rannsóknarnefndar Alþingis sem og sú staðreynd að þingmannanefndin hefði skilað þremur niðurstöðum eftir flokkslínum. Þá efaðist hún um að málsmeðferðin samræmdist kröfum um mannréttindavernd sakborninga. Kvaðst hún undrast að þingmannanefndin hefði ekki viðhaft sjálfstæða rannsókn og skýrslutöku. Rétt hefði verið að leita álits sérstakrar nefndar Evrópuráðsins um hvort gætt hefði verið að réttarstöðu fjórmenninganna. - bþs, sv Landsdómur Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
„Þetta er mjög alvarlegt umhugsunarefni fyrir mig. Ég ætla að sofa á þessu og telja upp að tuttugu,“ segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, vegna ummæla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Jóhanna gagnrýndi harðlega tillögur meirihluta þingmannanefndar um að ákæra beri fjóra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Sagði hún meðal annars að ráðherrarnir hefðu ekki, árið 2008, verið í aðstöðu til að afstýra bankahruninu. Jóhanna vék sérstaklega að málefnum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sagði hún yfirgnæfandi líkur á að Ingibjörg verði sýknuð fyrir landsdómi komi mál hennar þar til dóms. Rökin voru þau að einungis embættisbrot vörðuðu ráðherraábyrgð. „Staða utanríkisráðherra og verksvið í stjórnskipan landsins er með þeim hætti að það er vandséð hvernig unnt er að komast að þeirri niðurstöðu að sá ráðherra hafi gerst sekur um brot í embættisrekstri sínum í aðdraganda falls íslensku bankanna.“ Jóhanna sagði það veikja málatilbúnaðinn að niðurstöður þingmannanefndarinnar væru aðrar en rannsóknarnefndar Alþingis sem og sú staðreynd að þingmannanefndin hefði skilað þremur niðurstöðum eftir flokkslínum. Þá efaðist hún um að málsmeðferðin samræmdist kröfum um mannréttindavernd sakborninga. Kvaðst hún undrast að þingmannanefndin hefði ekki viðhaft sjálfstæða rannsókn og skýrslutöku. Rétt hefði verið að leita álits sérstakrar nefndar Evrópuráðsins um hvort gætt hefði verið að réttarstöðu fjórmenninganna. - bþs, sv
Landsdómur Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira