Handbolti

Gunnar Steinn og félagar misstu af titlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Steinn í leik með Drott.
Gunnar Steinn í leik með Drott.

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í sænska handknattleiksliðinu Drott urðu að bíta í það súra epli að tapa í framlengingu í úrslitaleik um sænska meistaratitilinn.

Það var Sävehof sem vann leikinn, 30-28, eftir dramatískan leik.

Drott leiddi lengstum en missti leikinn úr höndunum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 23-23 og því varð að framlengja.

Í framlengingunni spilaði Sävehof 5/1 vörn á Gunnar og félagar hans klúðruðu ítrekað. Staðan eftir fyrri hálfleik framlengingar var 27-25 fyrir Sävehof.

Þeirri forystu hélt liðið og vann að lokum 30-28.

Gunnar Steinn skoraði þrjú mörk í leiknum og gaf margar stoðsendingar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×