Skelfileg byrjun hjá Tottenham í Mílanó en Bale með þrennu í seinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2010 20:30 Samuel Eto'o skoraði tvö mörk í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upphafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínutum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Javier Zanetti kom Inter í 1-0 eftir 70 sekúndur. Hann hóf sóknina sem endaði með að Samuel Eto'o stakk boltanum inn á hann og Argentínumaðurinn skoraði glæsilega. Þetta mark var þó aðeins upphafið af hörmungum Tottenham í upphafi leiks. Á 8. mínútu felldi Gomes, markvörður Spurs, Jonathan Ludovic Biabiany og fékk að launum bæði rautt spjald og víti dæmt á sig. Samuel Eto'o skoraði úr vítinu en þó ekki fyrr en dómarinn var búinn að gefa rétta manninum rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 3-0 áður en það voru liðnar fjórtán mínútur af leiknum og Samuel Eto'o bætti síðan við fjórða markinu á 35. mínútu. Gareth Bale var ekkert hættur þrátt fyrir slæma stöðu og hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum. Fyrri tvö mörk Bale voru keimlík eftir að hann brunaði upp allan vinstri vænginn, fyrst á 52. mínútu og svo á 90. mínútu. Þriðja mark Bale kom síðan í uppbótartíma eftir sendingu frá Aaron Lennon. Tottenham heldur engu að síður 2. sætinu þar sem Twente og Werder Bremen gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Valencia í Glasgow. Nani skoraði frábært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hannfékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að marknu, lét vaða á 25 metra færi og boltinn söng í marknetinu. Daginn eftir að Cadú skoraði fyrir bæði lið í leik Bayern og Cluj kom það sama fyrir Rangers-manninn Maurice Edu í kvöld. Edu kom Rangers yfir á móti Valencia á 34. mínútu en skallaði boltann síðan eigið mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik liðanna á Nývangi. Barcelona gat þó þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í leiknum. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það fyrra á 19. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig og það seinna í uppbótartíma. Olympique Lyon vann 2-0 sigur á Benfica og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Schalke 04 er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv. Raúl González skoraði á sínu fimmtánda tímabili í Meistaradeildinni þegar hann kom Schalke 04 í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik á móti Hapoel Tel Aviv. Raúl bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Theo Janssen (75.), 1-1 Marko Arnautovic (80.)Inter Milan-Tottenham Hotspur 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto'o, víti (11.), 3-0 Dejan Stankovic (14.), 4-0 Samuel Eto'o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Gareth Bale (90.), 4-3 Gareth Bale (90.+1)B-riðill Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 Lisandro López (52.)Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl Gonzalez (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Itay Shechter (90.)C-riðill Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsmark (43.)Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.)D-riðill Barcelona-FC Kaupmannahöfn 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 1-0 Lionel Messi (90.+2)Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upphafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínutum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Javier Zanetti kom Inter í 1-0 eftir 70 sekúndur. Hann hóf sóknina sem endaði með að Samuel Eto'o stakk boltanum inn á hann og Argentínumaðurinn skoraði glæsilega. Þetta mark var þó aðeins upphafið af hörmungum Tottenham í upphafi leiks. Á 8. mínútu felldi Gomes, markvörður Spurs, Jonathan Ludovic Biabiany og fékk að launum bæði rautt spjald og víti dæmt á sig. Samuel Eto'o skoraði úr vítinu en þó ekki fyrr en dómarinn var búinn að gefa rétta manninum rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 3-0 áður en það voru liðnar fjórtán mínútur af leiknum og Samuel Eto'o bætti síðan við fjórða markinu á 35. mínútu. Gareth Bale var ekkert hættur þrátt fyrir slæma stöðu og hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum. Fyrri tvö mörk Bale voru keimlík eftir að hann brunaði upp allan vinstri vænginn, fyrst á 52. mínútu og svo á 90. mínútu. Þriðja mark Bale kom síðan í uppbótartíma eftir sendingu frá Aaron Lennon. Tottenham heldur engu að síður 2. sætinu þar sem Twente og Werder Bremen gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Valencia í Glasgow. Nani skoraði frábært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hannfékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að marknu, lét vaða á 25 metra færi og boltinn söng í marknetinu. Daginn eftir að Cadú skoraði fyrir bæði lið í leik Bayern og Cluj kom það sama fyrir Rangers-manninn Maurice Edu í kvöld. Edu kom Rangers yfir á móti Valencia á 34. mínútu en skallaði boltann síðan eigið mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik liðanna á Nývangi. Barcelona gat þó þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í leiknum. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það fyrra á 19. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig og það seinna í uppbótartíma. Olympique Lyon vann 2-0 sigur á Benfica og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Schalke 04 er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv. Raúl González skoraði á sínu fimmtánda tímabili í Meistaradeildinni þegar hann kom Schalke 04 í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik á móti Hapoel Tel Aviv. Raúl bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Theo Janssen (75.), 1-1 Marko Arnautovic (80.)Inter Milan-Tottenham Hotspur 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto'o, víti (11.), 3-0 Dejan Stankovic (14.), 4-0 Samuel Eto'o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Gareth Bale (90.), 4-3 Gareth Bale (90.+1)B-riðill Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 Lisandro López (52.)Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl Gonzalez (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Itay Shechter (90.)C-riðill Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsmark (43.)Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.)D-riðill Barcelona-FC Kaupmannahöfn 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 1-0 Lionel Messi (90.+2)Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira