Skelfileg byrjun hjá Tottenham í Mílanó en Bale með þrennu í seinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2010 20:30 Samuel Eto'o skoraði tvö mörk í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upphafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínutum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Javier Zanetti kom Inter í 1-0 eftir 70 sekúndur. Hann hóf sóknina sem endaði með að Samuel Eto'o stakk boltanum inn á hann og Argentínumaðurinn skoraði glæsilega. Þetta mark var þó aðeins upphafið af hörmungum Tottenham í upphafi leiks. Á 8. mínútu felldi Gomes, markvörður Spurs, Jonathan Ludovic Biabiany og fékk að launum bæði rautt spjald og víti dæmt á sig. Samuel Eto'o skoraði úr vítinu en þó ekki fyrr en dómarinn var búinn að gefa rétta manninum rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 3-0 áður en það voru liðnar fjórtán mínútur af leiknum og Samuel Eto'o bætti síðan við fjórða markinu á 35. mínútu. Gareth Bale var ekkert hættur þrátt fyrir slæma stöðu og hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum. Fyrri tvö mörk Bale voru keimlík eftir að hann brunaði upp allan vinstri vænginn, fyrst á 52. mínútu og svo á 90. mínútu. Þriðja mark Bale kom síðan í uppbótartíma eftir sendingu frá Aaron Lennon. Tottenham heldur engu að síður 2. sætinu þar sem Twente og Werder Bremen gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Valencia í Glasgow. Nani skoraði frábært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hannfékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að marknu, lét vaða á 25 metra færi og boltinn söng í marknetinu. Daginn eftir að Cadú skoraði fyrir bæði lið í leik Bayern og Cluj kom það sama fyrir Rangers-manninn Maurice Edu í kvöld. Edu kom Rangers yfir á móti Valencia á 34. mínútu en skallaði boltann síðan eigið mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik liðanna á Nývangi. Barcelona gat þó þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í leiknum. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það fyrra á 19. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig og það seinna í uppbótartíma. Olympique Lyon vann 2-0 sigur á Benfica og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Schalke 04 er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv. Raúl González skoraði á sínu fimmtánda tímabili í Meistaradeildinni þegar hann kom Schalke 04 í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik á móti Hapoel Tel Aviv. Raúl bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Theo Janssen (75.), 1-1 Marko Arnautovic (80.)Inter Milan-Tottenham Hotspur 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto'o, víti (11.), 3-0 Dejan Stankovic (14.), 4-0 Samuel Eto'o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Gareth Bale (90.), 4-3 Gareth Bale (90.+1)B-riðill Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 Lisandro López (52.)Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl Gonzalez (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Itay Shechter (90.)C-riðill Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsmark (43.)Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.)D-riðill Barcelona-FC Kaupmannahöfn 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 1-0 Lionel Messi (90.+2)Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Sjá meira
Internazionale, Manchester United og Barcelona eru öll í efsta sæti í sínum riðlum eftir sigra í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Franska liðið Lyon er hinsvegar eina liðið í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir fyrstu þrjá leikina. Inter vann 4-3 sigur á Tottenham í uppgjöri efstu liðanna í A-riðli þar sem úrslitin réðust í rauninni í upphafi leiks. Inter var komið yfir eftir rúma mínútu og orðið manni fleiri sjö mínutum síðar. Inter var síðan 4-0 yfir í hálfleik en Gareth Bale skoraði þrennu í seinni hálfleik fyrir tíu manna lið Tottenham. Javier Zanetti kom Inter í 1-0 eftir 70 sekúndur. Hann hóf sóknina sem endaði með að Samuel Eto'o stakk boltanum inn á hann og Argentínumaðurinn skoraði glæsilega. Þetta mark var þó aðeins upphafið af hörmungum Tottenham í upphafi leiks. Á 8. mínútu felldi Gomes, markvörður Spurs, Jonathan Ludovic Biabiany og fékk að launum bæði rautt spjald og víti dæmt á sig. Samuel Eto'o skoraði úr vítinu en þó ekki fyrr en dómarinn var búinn að gefa rétta manninum rautt spjald. Dejan Stankovic kom Inter í 3-0 áður en það voru liðnar fjórtán mínútur af leiknum og Samuel Eto'o bætti síðan við fjórða markinu á 35. mínútu. Gareth Bale var ekkert hættur þrátt fyrir slæma stöðu og hann skoraði þrennu í seinni hálfleiknum. Fyrri tvö mörk Bale voru keimlík eftir að hann brunaði upp allan vinstri vænginn, fyrst á 52. mínútu og svo á 90. mínútu. Þriðja mark Bale kom síðan í uppbótartíma eftir sendingu frá Aaron Lennon. Tottenham heldur engu að síður 2. sætinu þar sem Twente og Werder Bremen gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Manchester United er komið með tveggja stiga forskot í C-riðli eftir 1-0 sigur á tyrkneska liðinu Bursapor og 1-1 jafntefli hjá Rangers og Valencia í Glasgow. Nani skoraði frábært sigurmark fyrir Manchester United strax á sjöundu mínútu þegar hannfékk boltann 40 metrum frá marki, lék í átt að marknu, lét vaða á 25 metra færi og boltinn söng í marknetinu. Daginn eftir að Cadú skoraði fyrir bæði lið í leik Bayern og Cluj kom það sama fyrir Rangers-manninn Maurice Edu í kvöld. Edu kom Rangers yfir á móti Valencia á 34. mínútu en skallaði boltann síðan eigið mark á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Barcelona tók toppsætið af danska liðinu FC Kaupamannahöfn með 2-0 sigri í leik liðanna á Nývangi. Barcelona gat þó þakkað fyrir að fá ekki á sig mark í leiknum. Lionel Messi skoraði bæði mörkin, það fyrra á 19. mínútu með frábæru skoti fyrir utan teig og það seinna í uppbótartíma. Olympique Lyon vann 2-0 sigur á Benfica og hefur því unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum. Schalke 04 er í öðru sæti eftir 3-1 sigur á Hapoel Tel Aviv. Raúl González skoraði á sínu fimmtánda tímabili í Meistaradeildinni þegar hann kom Schalke 04 í 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik á móti Hapoel Tel Aviv. Raúl bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill Twente-Werder Bremen 1-1 1-0 Theo Janssen (75.), 1-1 Marko Arnautovic (80.)Inter Milan-Tottenham Hotspur 4-3 1-0 Javier Zanetti (2., 2-0 Samuel Eto'o, víti (11.), 3-0 Dejan Stankovic (14.), 4-0 Samuel Eto'o (35.), 4-1 Gareth Bale (52.), 4-2 Gareth Bale (90.), 4-3 Gareth Bale (90.+1)B-riðill Olympique Lyon-Benfica 2-0 1-0 Jimmy Briand (22.), 2-0 Lisandro López (52.)Schalke 04-Hapoel Tel Aviv 3-1 1-0 Raúl Gonzalez (3.), 2-0 Raúl (58.), 3-0 José Manuel Jurado (68.), 3-1 Itay Shechter (90.)C-riðill Glasgow Rangers-Valencia 1-1 1-0 Maurice Edu (34.), 1-1 Sjálfsmark (43.)Manchester United-Bursaspor 1-0 1-0 Nani (7.)D-riðill Barcelona-FC Kaupmannahöfn 2-0 1-0 Lionel Messi (19.), 2-0 1-0 Lionel Messi (90.+2)Panathinaikos-Rubin Kazan 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti