Viðurkennum fjölbreytileikann Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 7. desember 2010 05:00 Það getur verið mjög skemmtilegt að skoða blogg - eins og það getur líka verið óstjórnlega leiðinlegt og mannskemmandi. Undanfarið hafa einhvers konar lífstílsblogg skotið upp kollinum í stórum stíl á íslenskum vefsíðum og þau eru afskaplega misjöfn. Líklega hefur aldrei verið eins mikið framboð af efni á íslensku um það hvernig konur eiga að mála sig, greiða sér, klæða sig og hegða sér. Þetta gildir já sérstaklega um konur. Stundum getur verið mjög skemmtilegt að skoða síður um tísku og fleira sem á að heita "kvenlegt" en mikið er það þreytandi þegar gert er ráð fyrir því að þessir hlutir séu það eina sem ég og kynsystur mínar getum haft áhuga á. En í stað þess að einblína á hvað sumar þessara síða eru ömurlegar fyrir konur langar mig líka að koma inn á hvernig komið er þar fram við karlmenn. Mér finnst ég hafa lesið og pirrað mig á óteljandi greinum undanfarnar vikur þar sem talað er hreinlega illa um karlmenn og tönglast á því hversu einfaldir þeir séu. Það sé hægt að skipta þeim niður í ákveðið margar týpur (og sumar beri auðvitað að varast), þeir geti ekki verið bara vinir kvenna, það sé ekki í eðli þeirra að sýna konum umhyggju í veikindum og svona væri lengi hægt að nefna dæmi. Og svo heldur fólk því fram að það séu femínistar sem eru á móti karlmönnum? Sumir vilja nefnilega meina að allar konur séu í einu hólfi og allir karlar í öðru. Konurnar hafi áhuga á ákveðnum hlutum og karlarnir einhverjum allt öðrum. Oftast heyrist: karlar eru bara svona og konur eru bara öðruvísi. Svo er hommum skipað í hólf með konum og lesbíum með körlum. Afskaplega einfalt. En hvað með alla sem falla bara ekkert í þessi tvö hólf? Alla karlana sem hafa engan áhuga á fótbolta eða bílum. Alla karlana sem hafa áhuga á tísku og því að líta vel út. Alla sem þykir bara mjög eðlilegt að annast fólkið sitt óháð kyni. Allt samkynhneigða fólkið sem passar ekki inn í útjöskuðu staðalmyndina af drottningum og trukkalessum. Hvernig á að útskýra allt þetta fólk eftir þessum skilgreiningum? Ætli við ættum ekki að hætta að reyna að einfalda hina flóknustu hluti og viðurkenna og vernda fjölbreytileikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Það getur verið mjög skemmtilegt að skoða blogg - eins og það getur líka verið óstjórnlega leiðinlegt og mannskemmandi. Undanfarið hafa einhvers konar lífstílsblogg skotið upp kollinum í stórum stíl á íslenskum vefsíðum og þau eru afskaplega misjöfn. Líklega hefur aldrei verið eins mikið framboð af efni á íslensku um það hvernig konur eiga að mála sig, greiða sér, klæða sig og hegða sér. Þetta gildir já sérstaklega um konur. Stundum getur verið mjög skemmtilegt að skoða síður um tísku og fleira sem á að heita "kvenlegt" en mikið er það þreytandi þegar gert er ráð fyrir því að þessir hlutir séu það eina sem ég og kynsystur mínar getum haft áhuga á. En í stað þess að einblína á hvað sumar þessara síða eru ömurlegar fyrir konur langar mig líka að koma inn á hvernig komið er þar fram við karlmenn. Mér finnst ég hafa lesið og pirrað mig á óteljandi greinum undanfarnar vikur þar sem talað er hreinlega illa um karlmenn og tönglast á því hversu einfaldir þeir séu. Það sé hægt að skipta þeim niður í ákveðið margar týpur (og sumar beri auðvitað að varast), þeir geti ekki verið bara vinir kvenna, það sé ekki í eðli þeirra að sýna konum umhyggju í veikindum og svona væri lengi hægt að nefna dæmi. Og svo heldur fólk því fram að það séu femínistar sem eru á móti karlmönnum? Sumir vilja nefnilega meina að allar konur séu í einu hólfi og allir karlar í öðru. Konurnar hafi áhuga á ákveðnum hlutum og karlarnir einhverjum allt öðrum. Oftast heyrist: karlar eru bara svona og konur eru bara öðruvísi. Svo er hommum skipað í hólf með konum og lesbíum með körlum. Afskaplega einfalt. En hvað með alla sem falla bara ekkert í þessi tvö hólf? Alla karlana sem hafa engan áhuga á fótbolta eða bílum. Alla karlana sem hafa áhuga á tísku og því að líta vel út. Alla sem þykir bara mjög eðlilegt að annast fólkið sitt óháð kyni. Allt samkynhneigða fólkið sem passar ekki inn í útjöskuðu staðalmyndina af drottningum og trukkalessum. Hvernig á að útskýra allt þetta fólk eftir þessum skilgreiningum? Ætli við ættum ekki að hætta að reyna að einfalda hina flóknustu hluti og viðurkenna og vernda fjölbreytileikann.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun