Handbolti

Naumt tap fyrir Serbíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Ísland tapaði naumlega fyrir Serbíu, 30-28, í lokaleik liðsins á æfingamóti í Noregi í dag.

Ísland hafði tapað fyrir Noregi og Danmörku fyrir leikinn í dag og lenti strax í vandræðum með Serbana sem komust 4-1 yfir snemma leiks.

Íslensku stelpurnar náðu að halda muninum í 3-4 mörkum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 15-11, Serbum í vil.

Í stöðunni 20-16, Serbíu í vil, fór íslenska liðið á fullt og náði að minnka muninn í eitt mark, 21-20.

Eftir það var leikurinn æsispennandi en Ísland náði þó aldrei að jafna metin þrátt fyrir að hafa fengið nokkur tækifæri til þess.

Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum í Noregi en hefur bætt sig með hverjum leiknum. Fyrst kom stórt tap gegn Noregi og þá sex marka tap fyrir Dönum þar sem Ísland var vel inn í leiknum í 45 mínútur. Svo leikurinn í dag sem tapaðist aðeins með tveimur mörkum.

Noregur og Danmörk hafa unnið báða leiki sína til þessa á mótinu og mætast í lokaleik mótsins í dag.

Ísland - Serbía 28-30 (11-15)

Mörk Íslands: Hrafnhildur Skúladóttir 8, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 1, Sunna Jónsdóttir 1.



Varin skot
: Berglind Íris Hansdóttir 14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×