Handbolti

Hrafnhildur Skúla: Þetta er allt undir okkur komið

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir í baráttunni í kvöld.
Hrafnhildur Skúladóttir í baráttunni í kvöld. Mynd/Valli
„Þetta var frábært og við ákváðum að koma geðsjúkar til leiks og taka breiðholtið á þetta. Ef að við spilum svona vörn þá vinna þær okkur ekki, þetta er allt undir okkur komið," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir ánægð eftir sannfærandi sigur á Fram í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna en staðan er nú 2-0 Val í vil.

„Þegar að við náðum þriggja marka forystu þá fannst mér við verum með leikinn í okkar höndum. Við áttum alveg seinni hálfleikinn og spiluðum mjög vel," bætti Hrafnhildur við.

Liðin mætast aftur í þriðja leik liðanna á föstudaginn. Hrafnhildur vill klára dæmið í Vodafone-höllinni.

„Það er erfitt fyrir þær að vera 2-0 undir og hefði allt önnur staða verið ef það væri 1-1 eftir kvöldið í kvöld. Þetta er auðvitað bara frábær staða fyrir okkur. Við ætlum okkur að mæta eins til leiks á föstudaginn og auðvitað er skemmtilegast að klára dæmið á heimavelli fyrir framan okkar áhorfendur.

„Við fáum yfirleitt frí á miðvikudögum og við gömlu konurnar fáum örugglega okkar frí. Svo mætum við bara aftur dýrvitlausar klárar í þetta," sagði Hrafnhildur ánægð að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×