Framarinn Ívar Björnsson var í sviðsljósinu í gær þegar Stjarnan tók á móti Fram á gervigrasinu í Garðabæ.
Ívar skoraði tvö mörk í góðum sigri Fram á Garðabæjarliðinu.
Anton Brink Hansen, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, skellti sér á völlinn og myndaði tilþrifin í leiknum.
Myndirnar hans má sjá í albúminu hér að neðan.