Lífið

Uppskeruhátíð í Regnboganum

Guðmundur segir að samvinnan hafi verið virkilega skemmtileg og lærdómsrík.
Guðmundur segir að samvinnan hafi verið virkilega skemmtileg og lærdómsrík.

Kvikmyndasmiðja Miðbergs og Hólmasels heldur uppskeruhátíð í Regnboganum í dag kl. 15 þar sem myndin Þ.A.U.A. verður sýnd. Hún fjallar um strák í 8. bekk sem langar að bjóða bekkjasystur sinni á ball í skólanum en veit ekki hvernig hann á að fara að því. Örlögin grípa inn í þegar hún sest við borðið sem hann situr við í matartíma í skólanum og þau fara nokkur saman á skauta.

Þegar Robbi risi og Lalli lúði skipa þeim að taka dularfullan poka fyrir sig og geyma því lögreglan er á hælum þeirra fara mál að vandast.

Guðmundur Jónas Haraldsson, leiðbeinandi Kvikmyndasmiðjunnar og leikstjóri myndarinnar, segir samvinnuna hafa verið virkilega skemmtilega og lærdómsríka.

„Í vinnslu myndarinnar blönduðum við saman veruleika og skáldskap, æfðum senur sem við tókum svo upp í raunverulegum aðstæðum, til dæmis tókum við upp í Ölduselsskóla á skólatíma," segir Guðmundur Jónas.

„Erum við afar þakklát Ölduselsskóla vegna þess hve vel þau tóku okkur og studdu þannig við það skapandi starf sem Miðberg er að vinna með krökkunum. Og okkur langar að þakka þeim fjölmörgu sem studdu við bakið á okkur og hjálpuðu til við að gera þessa hugsýn að veruleika."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×