Golf

Birgir Leifur og Tinna valin kylfingar ársins 2010

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson og Tinna Jóhansdóttir.
Birgir Leifur Hafþórsson og Tinna Jóhansdóttir. Mynd/golf.is

Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Tinna Jóhansdóttir úr Golfklúbbnum Keili voru í dag valin kylfingar ársins af stjórn Golfsambands Íslands en valið fór fram í samráði við afreksnefnd sambandsins.

Birgir Leifur og Tinna urðu bæði Íslandsmeistarar í höggleik síðasta sumar en Birgir Leifur varð einnig Íslandsmeistari í holukeppni og vann auk þess einvígið á Nesinu.

Birgir Leifur setti líka ótrúlegt vallamet á Garðavelli á Akranesi á árinu þegar hann lék hringinn af gulum teigum á fjórtán höggum undir pari.

Tinna varð íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum eftir æsispennandi keppni á Kiðjabergsvelli. Tinna vann auk Íslandsmeistaratitilsins sigur á Canon mótinu á mótaröðinni en það mót fór fram á Urriðavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×