Valur varð Deildabikarmeistari kvenna í dag eftir sigur á Fylki í úrslitaleik í Kórnum 2-0.
Kristín Ýr Bjarnadóttir kom Val yfir en Dagný Brynjarsdóttir innsiglaði sigurinn undir lokin.
Leikurinn var ágætlega leikinn og nokkuð jafn en sigur Vals sanngjarn. Kristín brenndi einnig af víti í leiknum.