Nýliðar FH í Pepsi-deild kvenna eru b-deildarmeistarar í Lengjubikar kvenna eftir að Haukum mistókst að vinna ÍBV í gær í lokaleik b-deildarinnar.
FH hlaut 12 stig, tveimur fleiri en Haukar og ÍBV sem áttu bæði möguleika á því að ná FH að stigum þegar þau mættust í Kórnum í gær. Haukar og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli og þar með var titilinn FH-stelpna.
FH tryggði sér toppsætið og óafvitandi sigurinn með 3-1 sigri á ÍBV á föstudagskvöldið. Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV í 1-0 en Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Margrét Sveinsdóttir og Sigríður Siemsen tryggðu FH sigurinn með þremur mörkum á tuttugu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks.
Þetta er fyrsti titill kvennaliðs FH í meistaraflokki síðan að liðið varð Íslandsmeistari 1976.
FH-konur unnu b-deild Lengjubikars kvenna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn