Líkur á að ferðaáætlanir þúsunda manna raskist 22. apríl 2010 18:46 Líkur eru á að tveimur stærstu flugvöllum landsins í Keflavík og Reykjavík verði lokað í fyrramálið vegna öskufalls. Þar með raskast ferðaáætlanir þúsunda manna í millilanda- og innanlandsflugi. Flugvellirnir á Egilsstöðum og á Akureyri taka við millilandaflugi og Icelandair flytur miðstöð sína til Glasgow í Skotlandi. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir allar líkur á því að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur verði lokaðir á morgun ef miðað sé við öskufallsspár, en samkvæmt þeim verður öskuský yfir flugvellinum klukkan sex í fyrramálið. „Við vinnum eftir því hvernig verðurspáin er og öskufallspá. Slíkar spár eru unnar á sex tíma fresti. Við sjáum í kvöld hvernig staðan verður," segir Hjördís. Þó lokað verði í Keflavík og Reykjavík þýðir það ekki að flug muni alveg liggja niðri. Alþjóðaflugvellir eru á Akureyri og Egilsstöðum og allar líkur eru á því að þeir haldist opnir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að í ljósi þessa frétta hafi verið tekin ákvörðun um að flýta öllum flugum frá landinu í fyrramálið til klukkan fimm. Öðrum flugum frá landinu síðdegis á morgun hefur verið aflýst og ný flug sett upp í staðinn. Glagsow verður gerð að nokkurskonar tengistöð og munu þær vélar sem fljúga út í fyrramálið lenda þar, en sérstök flug verða síðan á milli Glasgow og Akureyrar. Þær upplýsingar fengust frá Iceland Express að morgunflugi þeirra hefur einnig verið flýtt til klukkan fimm og síðan verður staðan metin á morgun. Hjördís hvetur alla til þess að fylgjast vel með á heimasíðum flugfélaganna og Flugstoða í kvöld. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Flugvöllum líklega lokað á morgun Allar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist í fyrramálið vegna öskustróks frá Eyfjallajökli en spáð er suðaustan átt á morgun. 22. apríl 2010 18:05 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Líkur eru á að tveimur stærstu flugvöllum landsins í Keflavík og Reykjavík verði lokað í fyrramálið vegna öskufalls. Þar með raskast ferðaáætlanir þúsunda manna í millilanda- og innanlandsflugi. Flugvellirnir á Egilsstöðum og á Akureyri taka við millilandaflugi og Icelandair flytur miðstöð sína til Glasgow í Skotlandi. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir allar líkur á því að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur verði lokaðir á morgun ef miðað sé við öskufallsspár, en samkvæmt þeim verður öskuský yfir flugvellinum klukkan sex í fyrramálið. „Við vinnum eftir því hvernig verðurspáin er og öskufallspá. Slíkar spár eru unnar á sex tíma fresti. Við sjáum í kvöld hvernig staðan verður," segir Hjördís. Þó lokað verði í Keflavík og Reykjavík þýðir það ekki að flug muni alveg liggja niðri. Alþjóðaflugvellir eru á Akureyri og Egilsstöðum og allar líkur eru á því að þeir haldist opnir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að í ljósi þessa frétta hafi verið tekin ákvörðun um að flýta öllum flugum frá landinu í fyrramálið til klukkan fimm. Öðrum flugum frá landinu síðdegis á morgun hefur verið aflýst og ný flug sett upp í staðinn. Glagsow verður gerð að nokkurskonar tengistöð og munu þær vélar sem fljúga út í fyrramálið lenda þar, en sérstök flug verða síðan á milli Glasgow og Akureyrar. Þær upplýsingar fengust frá Iceland Express að morgunflugi þeirra hefur einnig verið flýtt til klukkan fimm og síðan verður staðan metin á morgun. Hjördís hvetur alla til þess að fylgjast vel með á heimasíðum flugfélaganna og Flugstoða í kvöld.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Flugvöllum líklega lokað á morgun Allar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist í fyrramálið vegna öskustróks frá Eyfjallajökli en spáð er suðaustan átt á morgun. 22. apríl 2010 18:05 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Flugvöllum líklega lokað á morgun Allar líkur eru á að Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur lokist í fyrramálið vegna öskustróks frá Eyfjallajökli en spáð er suðaustan átt á morgun. 22. apríl 2010 18:05