Nick Bradford sem lék með Njarðvík í vetur er genginn til liðs við Keflavík. Hann mun leysa af Draelon Burns sem er meiddur.
Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.
Bradford verður með Keflavík á morgun þegar liðið mætir Snæfelli í þriðju viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er 1-1.
Bradford er fyrrum leikmaður Keflavíkur og er því mættur á kunnuglegar slóðir. Dramatíkin kringum úrslitaeinvígið heldur því áfram en eins og kunnugt er kom Jeb Ivey til liðs við Snæfellinga á síðustu stundu fyrir annan leikinn í gær.