Menntaskólakrakkar kúkuðu í rútu á leið til Akureyrar Boði Logason skrifar 15. nóvember 2010 17:19 Krakkarnir fóru út við Menntaskólann á Akureyri. Óskar auglýsir eftir vitnum að athæfinu. „Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna. Rútubílstjóra fyrirtækisins sem ók frá Reykjavík til Akureyrar í gær var heldur brugðið þegar hann var kominn á áfangastað í gær. Bílstjórinn fór aftast í rútuna eins og venjan er hjá bílstjórum þegar komið er á leiðarenda og við blasti ófögur sjón. Í tilkynningu frá rútufyrirtækinu segir að það hafi litið út að hann hafi haft apa frekar en fólk í bílnum hjá sér. Sturtað hafði verið úr snakkpokum yfir bæði sæti og gólf og þá hafði einhver óprúttinn aðili gert þarfir sínar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Aðkoman var hryllileg, segir í tilkynningunni. „Og það er ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgegni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á." „Ég átti von á ýmsu en seint átti ég von á því að fólk myndi haga sér svona í dag. Það sem er sorglegast í þessu er að það eru margir í rútunni og enginn hafi sagt frá þessu," segir Óskar. Rútan fór frá Reykjavík klukkan 15 en ekki voru margir farþegar þá. Á Blönduósi bættust nokkrir krakkar við og völdu sér sæti aftast í rútunni. Í Varmahlíð bættust svo enn fleiri við sem einnig settust aftast. Þegar komið var á Akureyri fóru allir krakkarnir út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. „Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma." Óskar skorar á þá sem urðu vitni að athæfinu að segja til þeirra sem áttu þar hlut að máli. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Ég keyrði sjálfur þessa leið í 25 ár og ég varð aldrei var við neitt slíkt öll þau ár, og ég keyrði þessa leið á hverjum degi liggur við," segir Óskar Stefánsson, framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf., sem aka á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna. Rútubílstjóra fyrirtækisins sem ók frá Reykjavík til Akureyrar í gær var heldur brugðið þegar hann var kominn á áfangastað í gær. Bílstjórinn fór aftast í rútuna eins og venjan er hjá bílstjórum þegar komið er á leiðarenda og við blasti ófögur sjón. Í tilkynningu frá rútufyrirtækinu segir að það hafi litið út að hann hafi haft apa frekar en fólk í bílnum hjá sér. Sturtað hafði verið úr snakkpokum yfir bæði sæti og gólf og þá hafði einhver óprúttinn aðili gert þarfir sínar og kúkað á gólf bifreiðarinnar. Aðkoman var hryllileg, segir í tilkynningunni. „Og það er ótrúlegt að farþegar sem hafa orðið vitni að þessu skuli þaga yfir svona löguðu því það er útilokað fólk hafi ekki orðið vart við svona athafnir og umgegni því það leyndi sér alls ekki hvað hefði gengið á." „Ég átti von á ýmsu en seint átti ég von á því að fólk myndi haga sér svona í dag. Það sem er sorglegast í þessu er að það eru margir í rútunni og enginn hafi sagt frá þessu," segir Óskar. Rútan fór frá Reykjavík klukkan 15 en ekki voru margir farþegar þá. Á Blönduósi bættust nokkrir krakkar við og völdu sér sæti aftast í rútunni. Í Varmahlíð bættust svo enn fleiri við sem einnig settust aftast. Þegar komið var á Akureyri fóru allir krakkarnir út við heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans. „Ekki hafði bílstjórinn né aðstoðarstúlkan hans nein afskipti af þessum krökkum enda virtist allt í ró og spekt og fram til þessa hefur umgengni krakkanna verið til sóma." Óskar skorar á þá sem urðu vitni að athæfinu að segja til þeirra sem áttu þar hlut að máli.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent