Andri Snær með Matt Damon í umdeildri heimildarmynd 22. maí 2010 15:30 Andri Snær Magnason rithöfundur og Gylfi Zoëga eru í ansi merkilegum hópi í heimildarmyndinni Inside Job eftir Charles Ferguson sem slegið hefur í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes. „Þetta hlýtur að vera toppurinn á tilverunni, að vera í mynd með Matt Damon sem sýnd er í Cannes," segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er hluti af viðmælendateymi heimildarmyndarinnar Inside Job eftir Charles Ferguson sem vakið hefur mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin fjallar um það mikla fjármálahrun sem átti sér stað með falli bandarísku bankanna árið 2008. Þulur myndarinnar er áðurnefndur Damon, stórstjarna frá Hollywood, en meðal annarra sem Ferguson ræddi við og birtast í myndinni eru Eliot Spitzer, fyrrverandi borgarstjóri New York, George Soros, valdamikill ungverskur fjárfestir og Dominique Strauss-Kahn, forstjóri AGS auk Gylfa Zoëga hagfræðings. Andri segist ekki geta ímyndað sér, miðað við alla þá miklu höfðingja sem teknir eru tali í myndinni, að hann sé mikið í mynd. „Kannski þrjátíu sekúndur. Ekki meira. Ég var bara beðinn um að lýsa því hvað gerðist á Íslandi og gerði það. Ég fékk aldrei að sjá hvernig þetta leit út, veit raunar ekkert hvað ég segi í þessari mynd." Eftir því sem erlendir fréttamiðlar greina frá byrjar myndin á Íslandi en færir sig síðan vestur um haf. Andri segir jafnframt að leikstjórinn hafi fest kaup á nokkrum þyrluskotum af Íslandi sem notuð voru í heimildarmyndinni Draumalandið. - fgg Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera toppurinn á tilverunni, að vera í mynd með Matt Damon sem sýnd er í Cannes," segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann er hluti af viðmælendateymi heimildarmyndarinnar Inside Job eftir Charles Ferguson sem vakið hefur mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin fjallar um það mikla fjármálahrun sem átti sér stað með falli bandarísku bankanna árið 2008. Þulur myndarinnar er áðurnefndur Damon, stórstjarna frá Hollywood, en meðal annarra sem Ferguson ræddi við og birtast í myndinni eru Eliot Spitzer, fyrrverandi borgarstjóri New York, George Soros, valdamikill ungverskur fjárfestir og Dominique Strauss-Kahn, forstjóri AGS auk Gylfa Zoëga hagfræðings. Andri segist ekki geta ímyndað sér, miðað við alla þá miklu höfðingja sem teknir eru tali í myndinni, að hann sé mikið í mynd. „Kannski þrjátíu sekúndur. Ekki meira. Ég var bara beðinn um að lýsa því hvað gerðist á Íslandi og gerði það. Ég fékk aldrei að sjá hvernig þetta leit út, veit raunar ekkert hvað ég segi í þessari mynd." Eftir því sem erlendir fréttamiðlar greina frá byrjar myndin á Íslandi en færir sig síðan vestur um haf. Andri segir jafnframt að leikstjórinn hafi fest kaup á nokkrum þyrluskotum af Íslandi sem notuð voru í heimildarmyndinni Draumalandið. - fgg
Lífið Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira