Fínn peningur fyrir að selja lag í Grey‘s Anatomy Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2010 07:00 Sindri Már Sigfússon og félagar í Seabear eiga lag í læknaþættinum vinsæla Grey´s Anatomy. fréttablaðið/anton „Ég hef aldrei séð þessa þætti. Ég bara vona að þeir séu ekki hræðilegir," segir Sindri Már Sigfússon úr hljómsveitinni Seabear sem á lag í læknaþættinum vinsæla Grey"s Anatomy, sem um 15 milljónir Bandaríkjamanna horfa á í hverri viku. Lagið nefnist Cold Summer og hljómar í þætti sem verður frumsýndur í Bandaríkjunum í kvöld. Það er fyrsta smáskífulagið af nýjustu plötu sveitarinnar, We Built A Fire, sem kemur út hérlendis á mánudaginn. Seabear hefur áður átt lag í bandaríska þættinum Gossip Girl. „Við erum með höfundarréttarsamning við Warner. Þar er fólk mikið í því að reyna að koma tónlist í einhverja svona þætti," segir Sindri. watch on YouTube Sveitin er á leiðinni í langa tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu sem hefst á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas 17. mars. Hún fær því heldur betur góða kynningu svona rétt í aðdraganda ferðarinnar, auk þess sem tekjurnar sem fást af laginu koma sér einkar vel. „Þetta er aðallega gott fyrir okkur peningalega séð fyrir þessa túra. Við þurfum alltaf að borga mikið fyrir flugið því við erum svo mörg. Það er alveg rosalegur peningur," segir Sindri. Hljómsveitin hefur fengið styrk frá Loftbrú vegna flugkostnaðar en hefur ekki nýtt sér mögulega fyrirframgreiðslu frá þýska útgáfufélaginu Morr vegna ferðalagsins. „Við getum fengið peninga hjá þeim ef okkur vantar. Þá er það fyrirframgreiðsla fyrir plötusölu. Það er bara eins og að taka yfirdrátt að fá styrk frá þeim. Maður borgar þetta allt á endanum sjálfur." Sindri vill ekki gefa upp hversu háa upphæð Seabear fær fyrir lagabirtinguna í Grey"s Anatomy. „Miðað við gengið núna er þetta mjög fínt. Þetta er mjög hátt tímakaup. Ætli þetta séu ekki þrjátíu sekúndur sem lagið hljómar, þannig að þetta eru margir þúsundkallar á sekúndu." Hljómsveitin er nýkomin heim eftir tónleikaferð um Þýskaland og Noreg sem heppnaðist sérlega vel að mati Sindra þrátt fyrir tuttugu stiga kulda. „Það var uppselt á öllum stöðunum sem við fórum á og við höfum aldrei selt jafnmikið af plötum og bolum fyrr." Næsta þriðjudag er förinni heitið til Bandaríkjanna en í sumar stefnir Seabear á að halda útgáfutónleika hér heima vegna nýju plötunnar. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég hef aldrei séð þessa þætti. Ég bara vona að þeir séu ekki hræðilegir," segir Sindri Már Sigfússon úr hljómsveitinni Seabear sem á lag í læknaþættinum vinsæla Grey"s Anatomy, sem um 15 milljónir Bandaríkjamanna horfa á í hverri viku. Lagið nefnist Cold Summer og hljómar í þætti sem verður frumsýndur í Bandaríkjunum í kvöld. Það er fyrsta smáskífulagið af nýjustu plötu sveitarinnar, We Built A Fire, sem kemur út hérlendis á mánudaginn. Seabear hefur áður átt lag í bandaríska þættinum Gossip Girl. „Við erum með höfundarréttarsamning við Warner. Þar er fólk mikið í því að reyna að koma tónlist í einhverja svona þætti," segir Sindri. watch on YouTube Sveitin er á leiðinni í langa tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu sem hefst á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas 17. mars. Hún fær því heldur betur góða kynningu svona rétt í aðdraganda ferðarinnar, auk þess sem tekjurnar sem fást af laginu koma sér einkar vel. „Þetta er aðallega gott fyrir okkur peningalega séð fyrir þessa túra. Við þurfum alltaf að borga mikið fyrir flugið því við erum svo mörg. Það er alveg rosalegur peningur," segir Sindri. Hljómsveitin hefur fengið styrk frá Loftbrú vegna flugkostnaðar en hefur ekki nýtt sér mögulega fyrirframgreiðslu frá þýska útgáfufélaginu Morr vegna ferðalagsins. „Við getum fengið peninga hjá þeim ef okkur vantar. Þá er það fyrirframgreiðsla fyrir plötusölu. Það er bara eins og að taka yfirdrátt að fá styrk frá þeim. Maður borgar þetta allt á endanum sjálfur." Sindri vill ekki gefa upp hversu háa upphæð Seabear fær fyrir lagabirtinguna í Grey"s Anatomy. „Miðað við gengið núna er þetta mjög fínt. Þetta er mjög hátt tímakaup. Ætli þetta séu ekki þrjátíu sekúndur sem lagið hljómar, þannig að þetta eru margir þúsundkallar á sekúndu." Hljómsveitin er nýkomin heim eftir tónleikaferð um Þýskaland og Noreg sem heppnaðist sérlega vel að mati Sindra þrátt fyrir tuttugu stiga kulda. „Það var uppselt á öllum stöðunum sem við fórum á og við höfum aldrei selt jafnmikið af plötum og bolum fyrr." Næsta þriðjudag er förinni heitið til Bandaríkjanna en í sumar stefnir Seabear á að halda útgáfutónleika hér heima vegna nýju plötunnar.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira