Körfubolti

Njarðvík upp í annað sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Njarðvík skellti sér upp í annað sæti Iceland Express deildar kvenna með sigri á Grindavík í kvöld, 67-54.

Grindvíkingar byrjuðu betur fyrstu mínúturnar og komust í forystu, 15-11. En þá tóku Njarðvíkingar við sér, skoruðu þrettán stig í röð og létu forystuna ekki af hendi eftir það. Staðan í hálfleik var 39-29.

Dita Liekalne var stigahæst Njarðvíkinga með 24 stig en hún tók einnig sextán fráköst í leiknum. Shayla Fields kom næst með 23 stig.

Hjá Grindavík var Berglind Anna Magnúsdóttir stigahæst með þrettán stig.

Njarðvík hefur nú unnið fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Keflavík í fyrstu umferðinni. Njarðvík er með átta stig, rétt eins og topplið Keflavíkur sem á leik til góða.

Grindavík er í sjötta sætinu með tvö stig eftir fimm leiki.

Stig Njarðvíkur: Dita Liepkalne 24 (16 fráköst, 7 stolnir), Shayla Fields 23 (5 fráköst), Eyrún Líf Sigurðardóttir 6, Árnína Lena Rúnarsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 4, Heiða Valdimarsdóttir 2, Ólöf Helga Pálsdóttir 2.



Stig Grindavíkur
: Berglind Anna Magnúsdóttir 13 (5 fráköst), Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 11 (6 fráköst), Charmaine Clark 10, Helga Hallgrímsdóttir 8 (10 fráköst), Harpa Hallgrímsdóttir 8 (17 fráköst, 5 stoðsendingar), Alexandra Marý Hauksdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×