Handbolti

Ólafur: Ekki erfið ákvörðun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur á ferðinni með íslenska landsliðinu.
Ólafur á ferðinni með íslenska landsliðinu.

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við danska ofurliðið AG Köbenhavn. Hann mun ganga í raðir liðsins sumarið 2011 en verður lánaður til FH í vetur þar sem hann leikur einmitt núna.

„Ég skoðaði ýmislegt en þetta stóð upp úr og þetta var ekki erfið ákvörðun," sagði Ólafur Andrés kátur er Vísir heyrði í honum í dag.

Hann er líkt og fjölmargir Íslendingar strandaglópur í Kaupmannahöfn en ætlar ekki að láta það spilla gleði sinni.

„Við förum eitthvað fínt út að borða í kvöld og gerum gott úr þessu," sagði Ólafur.

Hjá AG hittir Ólafur fyrir þá Arnór Atlason og Snorra Stein Guðjónsson. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er síðan íþróttastjóri félagsins.

„Það skemmir ekkert fyrir að hafa þessa Íslendinga þarna. Þessir þrír geta allir kennt mér mikið."

Nánar verður rætt við Ólaf í Fréttablaðinu á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×