Iceland Express vonast til að flug komist í eðlilegt horf í dag. Framan af degi má þó búast við einhverjum seinkunum, að fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Reiknað er með að allt flug Iceland Express verði svo komið í samt lag frá Keflavík í fyrramálið.
Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru þó beðnir enn sem fyrr að fylgjast vel með, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.
Flug að komast í samt lag
