Tilgangurinn að veita saksóknara aðhald Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2010 18:01 Birgir Ármannsson verður fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í saksóknaranefnd Alþingis. Mynd/ Anton. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða fram fulltrúa í saksóknaranefnd Alþingis sem kjörin var í dag. Engu að síður greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði gegn ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar atkvæðagreiðsla fór fram í lok síðasta mánaðar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni verður Birgir Ármannsson. „Landsdómslögin gera ráð fyrir því að kosið sé í þessa nefnd hlutfallskosningu og af því má draga þá ályktun að hugsunin á bakvið sé sú að nefndin endurspegli mismunandi sjónarmið innan þingsins," segir Birgir Ármannsson í samtali við Vísi. „Í ljósi þess að nefndin hefur ekki síst það hlutverk að fylgjast með störfum saksóknara og veita eftir atvikum aðhald þá var það niðurstaða þingflokks sjálfstæðismanna að bjóða fram fulltrúa," segir Birgir. Hann segir að afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til málsóknarinnar liggi alveg ljós fyrir en í ljósi þess hvernig nefndin sé hugsuð og hvernig hún sé skipuð hafi þingflokkurinn ekki talið annað fært en að eiga þar fulltrúa. Birgir tekur undir þær athugasemdir sem Andri Árnason, lögmaður Geirs Haarde, gerði við forseta Alþingis um ágalla á málshöfðuninni vegna þess að kjósa hefði átt saksóknara áður en síðasta þingi lauk í lok september. „Mér finnst augljóst að lögin gera ráð fyrir því að kjör saksóknara hefði átt að fara fram annað hvort samhliða eða strax í kjölfar ákvörðunar um ákæru," segir Birgir. Hann segir að nú verði það landsdóms að ákveða hvort þessi formgalli muni hafa áhrif á framgang málsins. Eins og fram hefur komið í dag kaus Alþingi Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara og Helga Magnús Gunnarsson varasaksóknara vegna málshöfðunarinnar gegn Geir Haarde. Landsdómur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða fram fulltrúa í saksóknaranefnd Alþingis sem kjörin var í dag. Engu að síður greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði gegn ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar atkvæðagreiðsla fór fram í lok síðasta mánaðar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni verður Birgir Ármannsson. „Landsdómslögin gera ráð fyrir því að kosið sé í þessa nefnd hlutfallskosningu og af því má draga þá ályktun að hugsunin á bakvið sé sú að nefndin endurspegli mismunandi sjónarmið innan þingsins," segir Birgir Ármannsson í samtali við Vísi. „Í ljósi þess að nefndin hefur ekki síst það hlutverk að fylgjast með störfum saksóknara og veita eftir atvikum aðhald þá var það niðurstaða þingflokks sjálfstæðismanna að bjóða fram fulltrúa," segir Birgir. Hann segir að afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til málsóknarinnar liggi alveg ljós fyrir en í ljósi þess hvernig nefndin sé hugsuð og hvernig hún sé skipuð hafi þingflokkurinn ekki talið annað fært en að eiga þar fulltrúa. Birgir tekur undir þær athugasemdir sem Andri Árnason, lögmaður Geirs Haarde, gerði við forseta Alþingis um ágalla á málshöfðuninni vegna þess að kjósa hefði átt saksóknara áður en síðasta þingi lauk í lok september. „Mér finnst augljóst að lögin gera ráð fyrir því að kjör saksóknara hefði átt að fara fram annað hvort samhliða eða strax í kjölfar ákvörðunar um ákæru," segir Birgir. Hann segir að nú verði það landsdóms að ákveða hvort þessi formgalli muni hafa áhrif á framgang málsins. Eins og fram hefur komið í dag kaus Alþingi Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara og Helga Magnús Gunnarsson varasaksóknara vegna málshöfðunarinnar gegn Geir Haarde.
Landsdómur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira