Heilbrigðisþjónusta er mannréttindi 20. október 2010 05:00 Sjúkrahús Dr. Brigit Toebes segir að gæta verði að mannréttindum við niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Fréttablaðið/Vilhelm Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um niðurskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að samræmast þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. DR. Brigit Toebes „Í fyrsta lagi er það landfræðileg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einnig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjónusta á að vera í boði á staðbundnum heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfðari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæmari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveðið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvennasáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á landsbyggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræðunni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Dr. Brigit Toebes, lagaprófessor og virtur fræðimaður á sviði heilbrigðisréttar og alþjóðlegrar mannréttindaverndar, segir fyrirhugaðan niðurskurð í íslenska heilbrigðiskerfinu verða að taka mið af mannréttindum. Toebes heldur fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík á morgun þar sem hún ræðir meðal annars sparnað í heilbrigðiskerfinu, hagræðingu og einkavæðingu og hvernig það tengist mannréttindum. Í samtali við Fréttablaðið segir Toebes að allar hugmyndir um niðurskurð og hagræðingu í íslenska heilbrigðiskerfinu verði að samræmast þeim alþjóðlegu mannréttindasáttmálum sem Ísland sé aðili að. „Samkvæmt alþjóðasáttmálum hefur hver einstaklingur rétt á heilbrigðisþjónustu,“ segir Toebes. „Þar sem Ísland er aðili að öllum þessum samningum hafa landsmenn lögbundinn rétt til heilsugæslu.“ Hún bætir því við að þó að erfitt sé að skilgreina nákvæmlega hvað felist í umræddum rétti sé hægt að finna þar ýmis lykilatriði. DR. Brigit Toebes „Í fyrsta lagi er það landfræðileg nálægð, sem felur í sér að ákveðin lágmarksþjónusta eigi að standa öllum til boða, einnig á afskekktum svæðum. Önnur spurning er svo hvers konar þjónusta á að vera í boði á staðbundnum heilsugæslustöðvum. Um þetta hefur lengi verið deilt, en það er sennilega viðunandi að sérhæfðari verkefni séu á höndum stærri sjúkrahúsanna. Hvað varðar önnur verkefni er mikilvægt að horfa til mannréttindasáttmála og hvað þeir segja um réttindi viðkvæmari hópa.“ Toebes tekur sem dæmi réttindi barna og fatlaðra þar að lútandi, en í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra er skýrt kveðið á um að þjónusta skuli veitt eins nálægt heimili og mögulegt er. „Þá er afdráttalaust í kvennasáttmálanum að stjórnvöldum beri að tryggja konum viðeigandi þjónustu í sambandi við þungun, barnsburð og tímabilið eftir fæðingu.“ Sú röksemdafærsla hefur ekki síst verið tiltekin sem rök gegn skertri sjúkraþjónustu á landsbyggðinni, en víst er að þó nokkuð í máli Toebes á vel við í umræðunni hérlendis. Fyrirlestur hennar hefst klukkan 12 og er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira