Af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin 29. september 2010 03:00 Ólína Þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæðagreiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra-ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni." Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn." Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niðurstaða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur." Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið." - th Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir „Ég enda örugglega á að verða 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni“ Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir af og frá að pólitíkin hafi tekið völdin í atkvæðagreiðslunum. „Fyrir mitt leyti geri ég náttúrulega skýran greinarmun á hreinni pólitískri ábyrgð annars vegar og ráðherra-ábyrgð hins vegar. Auðvitað felst pólitísk ábyrgð í ráðherraábyrgð en hún er þá bundin við þá málaflokka sem ráðherrarnir sinna og þau ráðuneyti sem þeir taka að sér. Það er einmitt þess vegna sem ég felst á niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis að ákæra Geir Haarde, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, flokksbróður minni." Spurð hvers vegna hún hafi hlíft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í atkvæðagreiðslunni segir hún: „Hún var utanríkisráðherra og hennar ábyrgð sem flokksformaður og oddviti Samfylkingarinnar er hvergi skilgreind í lögunum og þá ábyrgð verður hún að axla annars staðar og öðruvísi. Hún hefur náttúrulega gert það. Hún hefur beðið sína kjósendur og þá sem treystu henni til verka fyrirgefningar opinberlega eins og eftirminnilegt og frægt er orðið. Hún hætti við að bjóða sig fram fyrir síðustu kosningar og er ekki inni á þingi núna og er ekki í neinum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn." Ólína segir umhugsunarefni hvort það sé réttlát niðurstaða að Geir skuli einn vera ákærður. „Þetta er kannski ekki æskilegasta niðurstaðan en hún er í raun og veru ekkert órökrétt því miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Hann var æðsti ráðamaður þjóðarinnar á þessum tíma, eins og skipstjóri á skútu sem fer síðastur frá borði þegar skútan sekkur." Ólína segist ekki hafa orðið vör við neinn þrýsting frá Vinstri grænum. „Þvert á móti fannst mér þau sýna okkur þá tillitsemi að ræða þetta ekki, allavega ekki við okkur almenna þingmenn. Ég skal ekkert segja um það hvað gerðist við ríkisstjórnarborðið." - th
Fréttir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir „Ég enda örugglega á að verða 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni“ Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira