Snú, snú Sigurður Árni Þórðarson skrifar 30. nóvember 2010 04:00 Snýrðu aftur eða fram? Snýrðu baki og bossa í framtíðina? Fólk, sem hefur lent í lífsháska eða upplifað eitthvað sérstakt, nær stundum ekki að sleppa og halda lífinu áfram. Það er klossfast í fortíð og ferðafélagar þess eru bakþankar, eftirsjá og líka kvíði. Ætlum við að ganga afturábak inn í framtíðina eða í manndómi okkar að snúa okkur og opna fyrir nýja möguleika? Fortíð er mikilvæg og enginn ætti að slíta sig algerlega frá sið og sögu, hvorki menningarlega né persónulega. Það er einfeldnisleg afstaða hrokans. En ógagnrýnin fortíðardýrkun verður jafnan til að draga úr lífsgæðum og hamingju í nútíð og framtíð. Allir ættu að æfa sig í að lifa í augnablikinu, njóta alls þess sem okkur er gefið, hver annars, tækifæra, litbrigða, orða og upplifana. En þau, sem lifa bara í núinu og án nokkurra tengsla við fortíð eða framtíð, munu örugglega stranda á einhverju skeri og slasast illa. Skýjaglópar, sem eru bara uppteknir af draumum og framtíðinni, munu brotlenda líka. Öfgar meiða. Við erum vissulega oftast hrædd við hið óþekkta og þurfum að opna. Flest dröslumst við líka með einhver áföll úr fortíðinni, sem við megum gjarnan sleppa og losna við. Mörg okkar eru hamin af verkum eða vitleysu, sem við ættum að segja upp og láta gossa. Að bakka inn í framtíð og horfa aðeins til baka skerðir lífsgæði og fer illa með gleði. Íslendingar eiga líkt söguskema og Ísraelsþjóðin. Ísrael var vissulega Guðs valdi lýður en Íslendingar Guðs kaldi lýður. Við hugsum mikið um hrun og kreppur fortíðar og erum jafnvel heltekin af Sögunni. Hvað gerum við nú? Tími er meira fortíð. Aðventan er tími opnunar, þegar fortíð fær að vera þátíð og framtíðin opnast. Aðventa er tíð viðsnúnings og þar með vonar. Guð kristninnar er ekki pínulítill guð siðar og fortíðar heldur kemur úr framtíð. Boðskapur lífsins er: Snú þú ásjónu þinni til framtíðarinnar. Þú þarft ekki að óttast það sem verður. Ljósið kemur líka til þín. Verkefni allra manna er að leita hófstillingar og jafnvægis. Hugsa þú um æviveg þinn. Hvernig væri að hugsa framþanka í stað bakþanka, vona í stað kvíða? Snúðu þér við. Framtíðin finnur þig ekki í fortíð heldur aðeins í núinu. Aðventa merkir að framtíðin vill faðma þig núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Snýrðu aftur eða fram? Snýrðu baki og bossa í framtíðina? Fólk, sem hefur lent í lífsháska eða upplifað eitthvað sérstakt, nær stundum ekki að sleppa og halda lífinu áfram. Það er klossfast í fortíð og ferðafélagar þess eru bakþankar, eftirsjá og líka kvíði. Ætlum við að ganga afturábak inn í framtíðina eða í manndómi okkar að snúa okkur og opna fyrir nýja möguleika? Fortíð er mikilvæg og enginn ætti að slíta sig algerlega frá sið og sögu, hvorki menningarlega né persónulega. Það er einfeldnisleg afstaða hrokans. En ógagnrýnin fortíðardýrkun verður jafnan til að draga úr lífsgæðum og hamingju í nútíð og framtíð. Allir ættu að æfa sig í að lifa í augnablikinu, njóta alls þess sem okkur er gefið, hver annars, tækifæra, litbrigða, orða og upplifana. En þau, sem lifa bara í núinu og án nokkurra tengsla við fortíð eða framtíð, munu örugglega stranda á einhverju skeri og slasast illa. Skýjaglópar, sem eru bara uppteknir af draumum og framtíðinni, munu brotlenda líka. Öfgar meiða. Við erum vissulega oftast hrædd við hið óþekkta og þurfum að opna. Flest dröslumst við líka með einhver áföll úr fortíðinni, sem við megum gjarnan sleppa og losna við. Mörg okkar eru hamin af verkum eða vitleysu, sem við ættum að segja upp og láta gossa. Að bakka inn í framtíð og horfa aðeins til baka skerðir lífsgæði og fer illa með gleði. Íslendingar eiga líkt söguskema og Ísraelsþjóðin. Ísrael var vissulega Guðs valdi lýður en Íslendingar Guðs kaldi lýður. Við hugsum mikið um hrun og kreppur fortíðar og erum jafnvel heltekin af Sögunni. Hvað gerum við nú? Tími er meira fortíð. Aðventan er tími opnunar, þegar fortíð fær að vera þátíð og framtíðin opnast. Aðventa er tíð viðsnúnings og þar með vonar. Guð kristninnar er ekki pínulítill guð siðar og fortíðar heldur kemur úr framtíð. Boðskapur lífsins er: Snú þú ásjónu þinni til framtíðarinnar. Þú þarft ekki að óttast það sem verður. Ljósið kemur líka til þín. Verkefni allra manna er að leita hófstillingar og jafnvægis. Hugsa þú um æviveg þinn. Hvernig væri að hugsa framþanka í stað bakþanka, vona í stað kvíða? Snúðu þér við. Framtíðin finnur þig ekki í fortíð heldur aðeins í núinu. Aðventa merkir að framtíðin vill faðma þig núna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun