Getur valdið lungnaskaða 17. apríl 2010 02:00 Eyjafjallajökull. Mynd Signý. Heilbrigðisyfirvöld mæla eindregið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeigandi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunarfærasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn. Hvernig ber að varast heilsuspillandi áhrif öskufalls? Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna öskufallsins. Þar segir að þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út á að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitum. Viðkvæmir skulu halda sig innandyra og mælt er með notkun hlífðargleraugna. Þar sem ekki er áberandi öskufall, en greina má mistur, getur jafnframt verið varhugavert að vera á ferli. Fínni hluti gjóskunnar er ekki síður varasamur fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Kornastærðargreining af sýni sem tekið var af Mýrdalssandi sýnir að fjórðungur gjóskunnar þar er svifryk, en það á greiða leið niður í lungu og getur haft áhrif á heilsu. Eftir því sem fjær dregur má gera ráð fyrir að hlutfall svifryks aukist. Umhverfisstofnun er að setja upp svifryksmæli austan við gosstöðvarnar til að mæla mengun þar sem ekki er sýnilegt öskufall og mun birta niðurstöður þeirra mælinga. Kristján Geirsson, deildarstjóri á Umhverfisstofnun, segir að gjóskan sé mjög misjöfn að gerð og erfitt að koma við fullkominni vörn gegn henni. Eins skiptir máli hversu lengi mengunarinnar gætir á hverjum stað, en mestu skipti að fólk bregðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. „Askan er verri en það svifryk sem við þekkjum vegna þess að það eru skarpari brúnir á öskunni. Hún er því meira ertandi en annað svifryk," segir Kristján. Mengun andrúmsloftsins er ekki aðeins bundin við rykmengun; með mekkinum berast einnig lofttegundir, eins og til dæmis brennisteinsoxíð, sem eru óheilnæmar. Almennar leiðbeiningar um mengun vegna eldgossins er að finna á vef Umhverfisstofnunar og Almannavarna. svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld mæla eindregið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeigandi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunarfærasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn. Hvernig ber að varast heilsuspillandi áhrif öskufalls? Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna öskufallsins. Þar segir að þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út á að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitum. Viðkvæmir skulu halda sig innandyra og mælt er með notkun hlífðargleraugna. Þar sem ekki er áberandi öskufall, en greina má mistur, getur jafnframt verið varhugavert að vera á ferli. Fínni hluti gjóskunnar er ekki síður varasamur fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Kornastærðargreining af sýni sem tekið var af Mýrdalssandi sýnir að fjórðungur gjóskunnar þar er svifryk, en það á greiða leið niður í lungu og getur haft áhrif á heilsu. Eftir því sem fjær dregur má gera ráð fyrir að hlutfall svifryks aukist. Umhverfisstofnun er að setja upp svifryksmæli austan við gosstöðvarnar til að mæla mengun þar sem ekki er sýnilegt öskufall og mun birta niðurstöður þeirra mælinga. Kristján Geirsson, deildarstjóri á Umhverfisstofnun, segir að gjóskan sé mjög misjöfn að gerð og erfitt að koma við fullkominni vörn gegn henni. Eins skiptir máli hversu lengi mengunarinnar gætir á hverjum stað, en mestu skipti að fólk bregðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. „Askan er verri en það svifryk sem við þekkjum vegna þess að það eru skarpari brúnir á öskunni. Hún er því meira ertandi en annað svifryk," segir Kristján. Mengun andrúmsloftsins er ekki aðeins bundin við rykmengun; með mekkinum berast einnig lofttegundir, eins og til dæmis brennisteinsoxíð, sem eru óheilnæmar. Almennar leiðbeiningar um mengun vegna eldgossins er að finna á vef Umhverfisstofnunar og Almannavarna. svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira