Hélt að konan væri frá Suður-Ameríku 16. apríl 2010 06:00 „Nú skilur maður loksins hvað orðið móðuharðindi þýðir," segir Haukur Snorrason, ferðabóndi í Hrífunesi í Skaftártungu. Haukur og kona hans, Hadda Björk Gísladóttir, sem hafa síðan í fyrra rekið ferðaþjónustu á bænum í hjáverkum, voru komin að Hrífunesi á miðvikudag og ætluðu að verja einum degi í viðhald á húsinu og snúa svo heim. Ferðin varð hins vegar lengri en til stóð. „Við vorum að grilla þegar við sáum koma svart ský í áttina að bænum," segir Hadda. „Svo bara dimmdi. Það var komið kolniðamyrkur klukkan hálf átta." Ekki hafi séð til sólar og aska hafi þakið allt. „Það var komið myrkur hjá okkur tveimur tímum fyrr en í Hveragerði," bætir Haukur við og skellir upp úr. „Ég hélt að konan væri frá Suður-Ameríku þegar hún kom inn með grillpinnana," segir hann. „En svo var þetta bara sama konan." Hjónin voru innlyksa austan Markarfljóts ásamt nokkrum iðnaðarmönnum þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði og höfðu verið frá því að vegurinn við Markarfljótsbrúna var rofinn um miðjan dag á miðvikudag. Þá stefndi þó í að þau kæmust heim daginn eftir. Haukur segir að túnin við bæinn hafi verið orðin grá af ösku í gærmorgun en vindurinn hafi síðan feykt stórum hluta af henni í burtu aftur. Hjónin sjá ekki fram á nokkurt tjón, að því gefnu að öskufallið á þessum slóðum verði ekki mikið meira. stigur@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Nú skilur maður loksins hvað orðið móðuharðindi þýðir," segir Haukur Snorrason, ferðabóndi í Hrífunesi í Skaftártungu. Haukur og kona hans, Hadda Björk Gísladóttir, sem hafa síðan í fyrra rekið ferðaþjónustu á bænum í hjáverkum, voru komin að Hrífunesi á miðvikudag og ætluðu að verja einum degi í viðhald á húsinu og snúa svo heim. Ferðin varð hins vegar lengri en til stóð. „Við vorum að grilla þegar við sáum koma svart ský í áttina að bænum," segir Hadda. „Svo bara dimmdi. Það var komið kolniðamyrkur klukkan hálf átta." Ekki hafi séð til sólar og aska hafi þakið allt. „Það var komið myrkur hjá okkur tveimur tímum fyrr en í Hveragerði," bætir Haukur við og skellir upp úr. „Ég hélt að konan væri frá Suður-Ameríku þegar hún kom inn með grillpinnana," segir hann. „En svo var þetta bara sama konan." Hjónin voru innlyksa austan Markarfljóts ásamt nokkrum iðnaðarmönnum þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði og höfðu verið frá því að vegurinn við Markarfljótsbrúna var rofinn um miðjan dag á miðvikudag. Þá stefndi þó í að þau kæmust heim daginn eftir. Haukur segir að túnin við bæinn hafi verið orðin grá af ösku í gærmorgun en vindurinn hafi síðan feykt stórum hluta af henni í burtu aftur. Hjónin sjá ekki fram á nokkurt tjón, að því gefnu að öskufallið á þessum slóðum verði ekki mikið meira. stigur@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira