Guðjón Skúlason: Við létum bara valta yfir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2010 21:37 Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Daníel Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var mjög ósáttur með frammistöðu sinna manna í Stykkishólmi í kvöld en liðið tapaði þá með 22 stigum á móti Snæfelli og úrslitaeinvígið stendur þar með jafnt 1-1. „Ég er mjög ósáttur því mínir menn komu í þennan leik eins og þeir ætluðu að vinna þennan leik með 40 stigum. Þeir gerðu ekki neitt og þetta var hundlélegt. Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa því þeir gerðu ekkert af því sem við lögðum upp með fyrir leikinn," sagði Guðjón Skúlason í viðtali við Hörð Magnússon í útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Hörður spurði Guðjón út í tæknivilluna sem hann fékk á milli 3. og 4. leikhluta. „Dómararnir verða bara að eiga það við sig. Þeir ráða ekki við svona leik og tæknivíti fyrir svona er bara smotterí. Þessir dómarar skiptu engu máli í þessum leik því það vorum við sem klúðruðum þessu. Við vorum lélegir og komum hingað og létum bara valta yfir okkur. Við áttum eiginlega aldrei möguleika í þessum leik," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvort að við fáum meiri spennu á laugardaginn. Ég vona ekki því ég ætla að leiðrétta þetta á hinn veginn. Þetta er rosalega lélegt og við skorum ekki neitt í þessum leik og við gátum ekki keypt okkur körfu.Það er af því að menn voru að gera eitthvað allt annað en þeir áttu að gera," sagði Guðjón og bætti við: „Við erum að fá á okkur ég veit ekki hvað mikið af stigum og Siggi hefur örugglega skorað 60 stig í þessum leik eða hvað það var. Þetta er bara óafsakanlegt og lélegt. Við höfum ekki marga daga til þess að væla yfir þessu. Ég verð bara að fara yfir þetta í kvöld, hef eina æfingu á morgun og svo kemur bara laugardagurinn. Við verðum bara að laga þetta hjá okkur," sagði Guðjón. Hörður spurði Guðjón einnig út í Draelon Burns sem lék aðeins í rúmar 22 mínútur í kvöld og skoraði bara 8 stig í leiknum. „Burns er smá haltur en hann var bara lélegur. Þegar menn eru lélegir þá eiga þeir ekki að spila. Það voru fleiri í liðinu lélegir. Þeir vita upp á sig skömmina sem voru ekki að mæta í leikinn í dag og það þýðir ekki í svona leikjum. Það er bara liðið sem vinnur en ekki einhver einn einstaklingur sem klárar þetta. Við skoðum það og lögum það," sagði Guðjón að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var mjög ósáttur með frammistöðu sinna manna í Stykkishólmi í kvöld en liðið tapaði þá með 22 stigum á móti Snæfelli og úrslitaeinvígið stendur þar með jafnt 1-1. „Ég er mjög ósáttur því mínir menn komu í þennan leik eins og þeir ætluðu að vinna þennan leik með 40 stigum. Þeir gerðu ekki neitt og þetta var hundlélegt. Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa því þeir gerðu ekkert af því sem við lögðum upp með fyrir leikinn," sagði Guðjón Skúlason í viðtali við Hörð Magnússon í útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Hörður spurði Guðjón út í tæknivilluna sem hann fékk á milli 3. og 4. leikhluta. „Dómararnir verða bara að eiga það við sig. Þeir ráða ekki við svona leik og tæknivíti fyrir svona er bara smotterí. Þessir dómarar skiptu engu máli í þessum leik því það vorum við sem klúðruðum þessu. Við vorum lélegir og komum hingað og létum bara valta yfir okkur. Við áttum eiginlega aldrei möguleika í þessum leik," sagði Guðjón. „Ég veit ekki hvort að við fáum meiri spennu á laugardaginn. Ég vona ekki því ég ætla að leiðrétta þetta á hinn veginn. Þetta er rosalega lélegt og við skorum ekki neitt í þessum leik og við gátum ekki keypt okkur körfu.Það er af því að menn voru að gera eitthvað allt annað en þeir áttu að gera," sagði Guðjón og bætti við: „Við erum að fá á okkur ég veit ekki hvað mikið af stigum og Siggi hefur örugglega skorað 60 stig í þessum leik eða hvað það var. Þetta er bara óafsakanlegt og lélegt. Við höfum ekki marga daga til þess að væla yfir þessu. Ég verð bara að fara yfir þetta í kvöld, hef eina æfingu á morgun og svo kemur bara laugardagurinn. Við verðum bara að laga þetta hjá okkur," sagði Guðjón. Hörður spurði Guðjón einnig út í Draelon Burns sem lék aðeins í rúmar 22 mínútur í kvöld og skoraði bara 8 stig í leiknum. „Burns er smá haltur en hann var bara lélegur. Þegar menn eru lélegir þá eiga þeir ekki að spila. Það voru fleiri í liðinu lélegir. Þeir vita upp á sig skömmina sem voru ekki að mæta í leikinn í dag og það þýðir ekki í svona leikjum. Það er bara liðið sem vinnur en ekki einhver einn einstaklingur sem klárar þetta. Við skoðum það og lögum það," sagði Guðjón að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira